Bæjarráð - 594. fundur - 17. nóvember 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.



Fræðslunefnd 11/11.  278. fundur.


Fundargerðin er í sjö  liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og tómstundanefnd 12/11.  100 fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


2. liður.  Bæjarráð samþykkir að ekki verði ráðið í auglýst starf hjá íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar, heldur verði starfsmannamál leyst með hagræðingu og samræmingu milli íþróttamannvirkja.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar og Jóhann Bæring Gunnarsson, verkefnastjóri eignasjóðs, mættu til fundar við bæjarráð undir 2. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundanefndar.



Umhverfisnefnd 11/11.  303. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar 10/11.  23. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


1. liður.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga að reglum fyrir Þróunar- og starfsmenntunarsjóð verði samþykkt.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs. ? Tilnefning fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn.  2008-11-0021.


Lagt fram bréf frá stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs í Dýrafirði dagsett í nóvember 2008, þar sem m.a. er óskað eftir tilnefningu fulltrúa frá Ísafjarðarbæ í stjórn sjóðsins í stað Gunnars Reynis Bæringssonar, sem nýlega féll frá.   Þann 7. ágúst 2009 eru liðin 100 ár frá því að garðurinn var vígður og gefið nafn.  Í því tilefni eru fyrirhugaðar töluverðar framkvæmdir í nánasta umhverfi Skrúðs og gert ráð fyrir að þeim framkvæmdum verði lokið fyrir afmælið.


Bæjarráð óskar eftir tillögu frá umhverfisnefnd um fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs.





3. Bréf kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar. ? Reglur um meðferð tölvupósta. 2008-11-0028.


Lögð fram drög að reglum um meðferð á tölvupósti hjá Ísafjarðarbæ dagsettar þann 1. nóvember 2008.  Reglurnar eru samdar af Valtý Gíslasyni, kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar.  Engar slíkar reglur hafa verið hjá Ísafjarðarbæ fyrr.  Reglurnar eru upp byggðar í samræmi við leiðbeiningar Persónuverndar nr. 100/2001, um eftirlit vinnuveitanda með tölvupósti og netnotkun starfsmanna.


Bæjarráð vísar drögum að reglum um meðferð á tölvupóst hjá Ísafjarðarbæ, til afgreiðslu í bæjarstjórn. 



4. Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. ? Beiðni um hækkun styrks. 2008-11-0017.


Lagt fram bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, dagsett 7. nóvember s.l., þar sem m.a. er óskað eftir hækkun styrks frá Ísafjarðarbæ á árinu 2009, til reksturs skólans.  Styrkur ársins 2008 var kr. 5.513.000.-.


Í bréfinu eru og upplýsingar um rekstur skólans og meðfylgjandi er ársreikningur fyrir starfsárið 2007, ásamt áritun endurskoðanda.


Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu við fjárhagsáætlun ársins 2009.



5. Afrit bréfa Sturlu Böðvarssonar, 1. þingmanns Norðvesturkjördæmis, til menntamálaráðherra og samgönguráðherra. 2008-11-0042.


Lögð fram afrit bréfa Sturlu Böðvarssonar, 1. þingmanns Norðvesturkjördæmis, til menntamálaráðherra og samgönguráðherra, dagsett þann 5. nóvember s.l.  Í bréfum sínum gerir hann grein fyrir haustfundum þingmanna Norðvesturkjördæmis með sveitarstjórnum á Vesturlandi og Vestfjörðum, sem haldinn voru 21. og 22. október s.l. og áhersluatriðum í rekstri sveitarfélaga er fram komu á þessum fundum.


Lagt fram til kynningar.



6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerð stjórnar ofl. 2002-04-0007.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 11. nóvember s.l., ásamt fundargerð stjórnar frá 7. nóvember s.l. og ályktun stjórnar ásamt greinargerð, þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem skapast hefur í efnahagslífi Íslendinga og áhrifum hennar á íslenskt samfélag.


Lagt fram til kynningar. 



7. Bréf Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum. ? Samstarf í upplýsingamiðlun. 2008-11-0034.


Lagt fram bréf frá Fjölmenningarsetri á Vestfjörðum móttekið 14. nóvember s.l., þar sem leitað er til allra sveitarfélaga á landinu, um samstarf í upplýsingamiðlun til nýrra íbúa í sveitarfélgöunum.  Í bréfinu er þess farið á leit, að viðkomandi sveitarfélag tilnefni starfsmann til að vinna með Fjölmenningarsetri við að afla upplýsinga um þær stofnanir og þjónustuaðila sem er að finna innan sveitarfélagsins.


Bæjarráð tilnefnir Hálfdán Bjarka Hálfdánsson, upplýsingafulltrúa, sem tengilið Ísafjarðarbæjar.



8. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. ? Ráðning félagsráðgjafa til frambúðar. 2008-11-0043.


Lagt fram bréf Margrétar Geirsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 10. nóvember s.l., er varðar beiðni um ráðningu félagsráðgjafa á Skóla- og fjöldkylduskrifstofu til frambúðar. Frá haustinu 2007 hafa starfað að hluta tveir félagsráðgjafar á Skóla- og fjölskyldusrifstofu, þar af annar lausráðinn.


Bæjarráð veitir heimild til tímabundinnar ráðningar út febrúar 2009.  Ákvörðun bæjarráðs verði endurskoðuð um komandi áramót.  


  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:40.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?