Atvinnu- og menningarmálanefnd - 78. fundur - 8. nóvember 2007

Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, Guðmundur Þór Kristjánsson, Sigurður Hreinsson og Kári Þór Jóhannsson.


Halldór Halldórsson bæjarstjóri sat fund atvinnumálanefndar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1.   Samningur við atvinnuráðgjafafyrirtækið Alsýn.


 Á fund atvinnumálanefndar mættu Steinþór Bragason og Ólafur Arnar Ingólfsson f.h. Alsýnar til að ræða samning milli atvinnumálanefndar og Alsýnar.


 Nefndin fór yfir samningsdrög með fulltrúum Alsýnar og samkomulag náðist um að miða við fasta fjárhæð á mánuði vegna ferðakostnaðar kr. 80.000.- er dekkar allan ferðakostnað. Þessi fjárhæð er þak á kostnaðinn, sem er greiddur skv. reikningum sem samþykktir verða af bæjarstjóra, bæjarritara eða formanni atvinnumálanefndar. Heimilt er að færa fjárhæðina á milli mánaða sé hún ekki nýtt. Þessi fjárhæð verður endurskoðuð á þriggja mánaða fresti.


 Greiðsla skv. samningnum verður mánaðarleg. Miðað er við 30 klst. á viku í 52 vikur eða um kr. 880.000.- á mánuði. Fulltrúar Alsýnar mæta reglulega á fund atvinnumálanefndar og verkefnið verður endurskoðað á þriggja mánaða fresti.


 Stefnt er á formlega opnun hjá Alsýn þann 17. nóvember n.k.


 Bæjarstjóri mun kynna niðurstöðu atvinnumálanefndar fyrir bæjarráði og óska eftir heimild til að ganga frá samningi við Alsýn.


 Steinþór og Ólafur Arnar viku af fundi kl. 12:40.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:00.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Áslaug J Jensdóttir. 


Kári Þór Jóhannsson.


Sigurður Hreinsson. 


Guðmundur Þór Kristjánsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?