Atvinnu- og menningarmálanefnd - 71. fundur - 28. febrúar 2007

Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug Jóhanna Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson, Jón Fanndal Þórðarson og Kári Þór Jóhannsson.  Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.


Þetta var gert:



1. Samstarf við Austur-Grænland. Tillaga lögð fram á fundi bæjarstjórnar þann 15. febrúar s.l.:


Lilja Rafney Magnúsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 7. lið 70. fundar atvinnumálanefndar á 219. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 15. febrúar s.l.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að ýta sem fyrst úr vör starfi atvinnu-málanefndar og hafnarstjórnar, um að vinna að tillögum um aukin umsvif og þjónustu Ísafjarðarhafna sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 5. október 2006.  Meðal annars verði skoðaðir sérstaklega möguleikar á að efla og styrkja Ísafjarðarhöfn, sem þjónustumiðstöð fyrir Austur-Grænland.  Einnig að kannaðir verði möguleikar á að umskipunarhöfn fyrir siglingar í norðurhöfum verði staðsett á Vestfjörðum með vísan til tillögu til þingsályktunar, sem liggur fyrir Alþingi þskj. 825-553, mál um þjónustu fyrir útgerð og siglingar í norðurhöfum, flutt af Lilju Rafney Magnúsdóttur og fleirum og fylgir hér með sem fylgiskjal.?


Undirritað af Lilju Rafney Magnúsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.


Tillagan var samþykkt 9-0.


Atvinnumálanefnd leggur til að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur í samvinnu við hafnarstjórn, til að vinna að tillögu bæjarstjórnar frá 15. febrúar s.l.


Nefndin samþykkir að fela Rúnari Óla að hafa samband við hafnarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.



2. Skemmtiferðaskip og þjónusta við gesti. - Minnisblað frá hagsmunaaðilum í  ferðaþjónustu.


Bæjarráð vísaði erindinu til kynningar í hafnarstjórn og atvinnumálanefnd á fundi sínum þann. 29.janúar s.l.


Lagt fram til kynningar.



3. Skipan starfshóps, stofnun Hornstrandastofu. - Tillaga frá bæjarstjórn. 2006-03-0038.


Bæjarráð vísaði málinu til atvinnumálanefndar á fundi sínum þann 12. febrúar s.l. Bæjarráð óskar umsagnar atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar og stjórnar Vaxtarsamnings Vestfjarða, um næstu skref í stofnun Hornstrandastofu.


Atvinnumálanefnd leggur til að leitað verði til mennta- og rannsóknarklasa Vaxtarsamnings Vestfjarða, um að vinna að málinu á grundvelli tillögu verkefnisstjórnar, um byggðaáætlun í samráði við landeigendur, umhverfirsráðuneyti og Ísafjarðarbæ.



4. Jarðhitarannsóknir við Ísafjarðardjúp.  2007-02-0071.


Lagt fram bréf Orkubús Vestfjarða hf., dagsett 13. janúar s.l., er varðar upplýsingar um jarðhitarannsóknir við Ísafjarðardjúp.


Bæjarráð vísaði  erindinu til umhverfisnefndar og atvinnumálanefndar þann 19. febrúar s.l.


Atvinnumálanefnd telur verkefnið athyglisvert og felur Rúnari Óla að leita nánari upplýsinga.



5.  Önnur mál.


a. Þróun minjagripa.


Atvinnumálanefnd ákveður að auglýsa eftir listamönnum, til að koma með tillögur að minjagripum fyrir Ísafjarðarbæ með það að markmiði að efla framleiðslu og sölu gæðahandverks frá svæðinu. Notast verður við reglur Handverks og hönnunar til að meta tillögurnar. Gert er ráð fyrir að auglýsa verkefnið á næstu vikum.


b. Styrktarsjóður fyrir fyrirtæki í nýsköpun.


Rætt var um stofnun styrktarsjóðs fyrir fyrirtæki í nýsköpun. Tillagan kemur fram í málefnasamningi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Úthlutun úr þeim sjóði verði ákveðin af bæjarráði, að fenginni tillögu atvinnumálanefndar. Sjóðurinn verði vistaður hjá Hvetjanda eignarhaldsfélagi, sem geri árlega tillögu um úthlutun til atvinnumálanefndar.


Atvinnumálanefnd óskar eftir viðræðum við Hvetjanda, um þetta atriði og starfsemi eignarhaldsfélagsins.


c. Atvinnulífskönnun.


Rúnar Óli greindi frá viðræðum við Netheima, um áframhaldandi samstarf um gerð atvinnulífskönnunar í Ísafjarðarbæ. Slíkt hefur verið gert tvisvar áður, árið 2003 og 2005. Atvinnumálanefnd samþykkir að gera slíka könnun.


d. Bókun bæjarráðs um atvinnuástand í Ísafjarðarbæ.


Atvinnumálanefnd tekur undir bókun bæjarráðs á fundi þess 26. febrúar s.l., um stöðu atvinnumála í Ísafjarðarbæ. Nefndin telur að blikur séu á lofti í atvinnumálum, sem þurfi að bregðast við og nauðsynlegt að bæjarstjórnin gangi hart fram í að fylgja málinu eftir.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:05


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Áslaug Jóhanna Jensdóttir.  


Sigurður Hreinsson.      


Jón Fanndal Þórðarson.  


Rúnar Óli Karlsson.       


Kári Þór Jóhannsson.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?