Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
425. fundur 01. nóvember 2018 kl. 17:00 - 17:21 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Aron Guðmundsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar lagði til að bréf frá foreldrum ungra barna í Ísafjarðarbæ yrði tekið inn með afbrigðum á fundinum.

Tillaga var samþykkt samhljóða.

1.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Á 397. fundi fræðslunefndar fóru fulltrúar Í-listans til fram á að stofnað yrði mál vegna áskorunar frá foreldrum barna sem lenda á biðlista vegna dagvistunar árið 2018-2019. Áskorun var send bæjarstjóra, bæjarfulltrúum og fulltrúum fræðslunefndar ásamt sviðstjórar skóla og tómstunda sviðs þriðjudaginn 31. október. Full ástæða er til þess að ræða þetta vandamál sem er að koma upp, bæði innan fræðslunefndar og bæjarstjórnar, til að finna ásættanlegar og ábyrgar lausnir áður en fjárhagsáætlun er fullfrágengin.

Tillaga Í-listans var að fela skóla- og tómstundasviði að koma með tillögur sem virka, og helst kostnaðargreindar, svo bæjarstjórn geti tekið ákvörðun um aðgerðir sem byggjast á faglegum og raunhæfum kostum.

Fræðslunefnd fól á fundi sínum starfsmönnum skólasviðs að vinna að lausn málsins í samræmi við umræður á fundinum.

Fræðslunefnd vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar foreldrum barnafjölskyldna bréf varðandi stöðuna á leikskólamálum.
Í dag er unnið eftir því að öll 18 mánaða gömul börn komist inn á leikskóla og á þessu ári hafa verið tekin inn börn niður í 13 mánaðar aldur.
Stefna Ísafjarðarbæjar er að á kjörtímabilinu verði öll börn 12 mánaða og eldri tekin inn.
Vonir standa til að með stækkun Eyrarskjóls næsta sumar náist það markmið.
Bæjarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra sem ekki eru komin með svar um leikskólapláss veturinn 2018-19 og fram yfir sumarlokun 2019.
Á fræðslunefndarfundi í morgun fimmtudaginn 1. nóvember var sett af stað áætlun til að koma til móts við þau börn.
Í þeirri áætlun verður tryggt að öll börn fái pláss í síðasta lagi við 18 mánaða aldur þó stefnt verði að því að þau verði tekin inn yngri.“

Forseti bókunina upp til atkvæða.

Bókunin samþykkt 9-0.

Gert stutt hlé meðan gestir stigu úr sal.

2.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2008-2020, Naustahvilft. - 2016100047

Tillaga 507. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 24. október sl., um að heimila að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar dags. okt. 2018 verði auglýst skv. 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulagstillaga og greinargerð frá Alta frá því í október 2018 auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Tunguskógur 39 - Umsókn um lóðaleigusamning - 2018100053

Tillaga 507. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 24. október sl., um að gerður verði lóðaleigusamningur vegna sumarbústaðar við Tunguskóg 39, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Reglur um sölu á lausafé - 2018100029

Tillaga 1036. fundar bæjarráðs frá 29. október sl., um að samþykkja drög að reglum um sölu á lausafé.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Samþykkt um sorpmál - 2018080026

Tillaga 73. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 31. október sl., um að samþykkja drög að samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

Með tillögunni er lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar upplýsingafulltrúa ásamt breytingartillögum heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis og lokadrögum að samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 1036 - 1810022F

Fundargerð 1036. fundar bæjarráðs sem haldinn var 29. október sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 507 - 1810012F

Fundargerð 507. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:21.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?