Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
403. fundur 07. september 2017 kl. 17:00 - 18:09 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson varamaður
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarráð
Dagskrá
Jónas Þór Birgisson, forseti bæjarstjórnar tilnefnir Örnu Láru Jónsdóttur sem varaforseta bæjarstjórnar og var tilnefningin samþykkt samhljóða.

1.Umsókn um óverulega breytingu á Aðalskipulagi 2008-2020 - 2017080052

Tillaga frá 985. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Á 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl., lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila að óveruleg breyting verði gerð á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 út frá fyrirliggjandi gögnum. Magni Hreinn Jónsson vék af fundi skipulags- og mannvirkjanefndar við afgreiðslu málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um að gerð verði sú breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 að Sæborgar, í fyrrum landi Garða, verði getið í aðalskipulagi.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgirsson, forseti, og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Sandasker, Dýrafirði - Frístundabyggð - 2016100042

Tillaga frá 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing vegna frístundahúsabyggðar í Dýrafirði verði kynnt almenningi skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagna óskað frá Skipulagsstofnun og öðrum stofnunum vegna deiliskipulagslýsingar.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Aðalgata 24, Suðureyri - Umsókn um lóð - 2017080049

Tillaga 482. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Andrzej Górecki, fái lóð við Aðalgötu 24, Suðureyri, skv. núgildandi skipulagi og umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Æðartangi 16 - Umsókn um lóð - 2017080047

Tillaga frá 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ísinn ehf. fái lóð við Æðartanga 22, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Stefnisgata 5, Suðureyri - Umsókn um lóð - 2017080050

Tillaga frá 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Fisherman ehf. fái lóð við Stefnisgötu 5, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, og Sigurður J. Hreinsson

Arna Lára Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins og Jónas Þór kveður sér máls.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Stefnumótun fyrir tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ - 2017080024

Tillaga frá 51. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, 22. ágúst sl.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að stefnt verði að því að rekstur tjaldsvæða í Ísafjarðarbæ verði í höndum einkaaðila.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Þórdís Sif Sigurðardóttir, settur bæjarstjóri, Gunnhildur B. Elíasdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

Gunnhildur B. Elíasdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Ég legg til að málinu verði frestað og vil óska eftir frekari upplýsingum um erkstur tjaldsvæða í sveitarfélaginu áður en ákvörðun er tekin um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi tjaldsvæðanna."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

7.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Tillaga frá 52. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, 5. september sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að farin verði svonefnd leið 1 þegar sorphirða og -förgun verður boðin út, en ekki leið 2 eins og nefndin hafði áður lagt til. Helsti munurinn á leiðunum felst í fjölda sorphirðudaga.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Gunnar Jónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna útboðsgögn fyrir sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ skv. tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar og leggja fyrir bæjarstjórn áður en þau verði auglýst.
Verkinu skal hraðað eins og kostur er en núverandi samningur rennur út um n.k. áramót."

Allir bæjarfulltrúar fundarins leggja sameiginlega fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 52. fundi nefndarinnar og felur bæjarstjóra að vinna útboðsgögn fyrir sorphirðu og -förgun í Ísafjarðarbæ og leggja fyrir bæjarstjórn áður en þau verði auglýst.
Verkinu skal hraðað eins og kostur er en núverandi samningur rennur út um n.k. áramót."

Forseti ber síðari breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

8.Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

Tillaga framsóknarflokks, 25. ágúst sl., um breytingu á áheyrnarfulltrúa í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti framsóknarmanna, leggur til að Ásvaldur Magnússon taki sæti Ingu Steinunnar Ólafsdóttur, sem áheyrnarfulltrúi í skipulags- og mannvirkjanefnd, þar sem Inga Steinunn hefur óskað eftir því að vera leyst frá störfum.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Bæjarstjórnarfundir 2017 - 2017050135

Á 983. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, 14. ágúst sl., var minnisblaði bæjarritara, með tillögum að fundartímum bæjarstjórnar veturinn 2017-2018, vísað til bæjarstjórnar.
Til máls tók: Jónas Þór Birgisson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Staða sauðfjárbænda vegna lækkunar á afurðaverði - 2017090015

Tillaga Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa framsóknarflokks, að ályktun bæjarstjórnar vegna stöðu sauðfjárbænda.

"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda á svæðinu og skorar á ríkisvaldið að standa við bakið á sauðfjárbændum í kjölfar lækkunar á afurðaverði, en fjöldi íbúa sveitarfélagsins úr hópi sauðfjárbænda horfa fram á þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust og tekjuskerðingu í samræmi við það upp á tugi prósenta, í kjölfar nærri 10% lækkunar afurðaverðs á síðasta ári. Þessar lækkanir munu koma harkalega niður á sveitum landsins og bitna sérstaklega á yngri bændum. Sauðfjárræktin er mikilvæg í dreifðum byggðum landsins og ef stjórnvöld vilja halda byggðajafnvægi, er fátt sem kemur í hennar stað - fyrirsjáanleg byggðaröskun er því í uppsiglingu. Það er mikilvægt að hafa hraðar hendur við að finna leiðir til mótvægis meðan bændur vaða þessa brimskafla."
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Sigurður J. Hreinsson og Gunnhildur B. Elíasdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda á svæðinu og skorar á ríkisvaldið að standa við bakið á sauðfjárbændum í kjölfar lækkunar á afurðaverði, en fjöldi íbúa sveitarfélagsins úr hópi sauðfjárbænda horfa fram á þriðjungs lækkun á afurðaverði í haust og tekjuskerðingu í samræmi við það upp á tugi prósenta, í kjölfar nærri 10% lækkunar afurðaverðs á síðasta ári. Þessar lækkanir munu koma harkalega niður á sveitum landsins og bitna sérstaklega á yngri bændum. Sauðfjárræktin er mikilvæg í dreifðum byggðum landsins og ef stjórnvöld vilja halda byggðajafnvægi, er fátt sem kemur í hennar stað - fyrirsjáanleg byggðaröskun er því í uppsiglingu. Það er mikilvægt að hafa hraðar hendur við að finna leiðir til mótvægis meðan bændur vaða þessa brimskafla. Í þeim efnum ætti að horfa sérstaklega til þeirra landsvæða sem hafa staðið í varnarbaráttu í byggðamálum og sér í lagi þar sem eru vannýtt tækifæri í afleiddum störfum og þjónustu sem nýta mætti til styrkingar byggðum. Á Vestfjörðum eru t.d. miklir möguleikar í matartengdri ferðaþjónustu í hærri verðflokkum, á meðan erfiðara er fyrir efnaminna ferðafólk að sækja Vestfirði heim. Auk þess eru á Vestfjörðum möguleikar á fleiri afleiddum störfum, s.s. í tengslum við slátrun og úrvinnslu afurða."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 7-0. Daníel Jakobsson og Kristín Hálfdánsdóttir sátu hjá.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða með áorðnum breytingum.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Hádegissteinn í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals - 2017080037

Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista, og Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins, varðandi Hádegisstein, m.t.t. tillögu stjórnar íbúasamtaka Hnífsdals:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar aðstoðar Ofanflóðasjóðs við að meta og eyða hættunni af Hádegissteini eins fljótt og kostur er. Ef farin verður sú leið að fjarlæga Hádegisstein mætti gera áningarstað þar sem steinninn stendur í dag.
Bæjarstjóra verði hins vegar falið að afla strax frekari gagna frá Veðurstofu Íslands og óska eftir því við stjórn hverfisráðsins í Hnífsdal að fá að kynna málið á aðalfundi félgasins sem hefur nú þegar verið boðað til í september."
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir, settur bæjarstjóri.

Arna Lára Jónsdóttir, varaforseti tekur við stjórn fundarins og Jónas Þór kveður sér máls.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Bæjarráð - 985 - 1709002F

Lögð fram fundargerð 985. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 4. september sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti, og Daníel Jakobsson.

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins, leggur fram eftirfarandi bókun:
"Bókun við fundargerð bæjarráðs, fund nr. 985, 6 lið. Þjónustuhús við tjaldsvæðið á Þingeyri.

Undirritaður hefur ítrekað bent á það að útboðsgögn vegna stærri verka eru ekki rædd né rýnd í bæjarráði áður en verk eru boðin út. Á þetta var m.a. bent við útboð almenningssamgangna fyrr á þessu ári. Þegar þetta var gagnrýnt á sínum tíma var því lofað að úr yrði bætt.

Við gerð fjárhagsáætlunar lagði undirritaður til þá breytingu á fjárhagsáætlun að þjónustuhús við Tjaldstæðið á Þingeyri væri fært framar í framkvæmdaröð og inn á árið 2017. Var það samþykkt enda mjög þarft og gott verkefni.

Það eru því vissulega vonbrigði að aðkoma bæjarráðs að þessu verkefni var engin. Hvorki teikningar, hönnunarforsendur, kostnaðaráætlun eða áætlaður rekstrarkostnaður voru lögð fram í bæjarráði og útboðsgögn ekki kynnt né að til stæði að bjóða umrætt verk út.

Niðurstaðan er að búið er að hanna og bjóða út umrætt þjónustuhús sem mun kosta hátt í tvöfalda þá upphæð sem upp var lagt með þegar hönnunarkostnaður, framkvæmdakostnaður og annað ófyrirséð liggur fyrir."

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 52 - 1709003F

Lögð fram fundargerð 52. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 5. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tóku: Jónas Þór Birgisson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:09.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?