Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
517. fundur 15. júní 2023 kl. 17:00 - 17:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, boðaði forföll á fundinn og var varamaður boðaður í hennar stað.
Varamaður komst ekki til fundarins.

1.Nefndarmenn 2022-2026 - kosning forseta bæjarstjórnar - 2022050135

Tillaga forseta um kosningu forseta og varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar.

Tillagan er sú að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði kjörin forseti, Magnús Einar Magnússon fyrsti varaforseti og Jóhann Birkir Helgason annar varaforseti bæjarstjórnar.

Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

2.Nefndarmenn 2022-2026 - kosning bæjarráðs - 2022050135

Tillaga forseta um kosningu þriggja aðalfulltrúa og þriggja varafulltrúa í bæjarráð til eins árs, auk áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa, sbr. 27. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar. Jafnframt tillaga forseta um kosningu formanns og varaformanns bæjarráðs.

Tillaga forseta er að Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson verði kosin aðalfulltrúar, og Magnús Einar Magnússon, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Elísabet Samúelsdóttir verði kosin varafulltrúar, auk þess sem Jóhann Birkir Helgason verði kosinn áheyrnarfulltrúi, og Steinunn Guðný Einarsdóttir verði kosin varaáheyrnarfulltrúi. Formaður yrði Gylfi Ólafsson og varaformaður Nanný Arna Guðmundsdóttir.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

3.Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - sumarleyfi 2023 - 2022050136

Tillaga forseta um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir, júlí og ágúst 2023, og að bæjarstjórn komi saman til fyrsta fundar að loknu sumarleyfi þann 7. september 2023.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt 8. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

4.Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - fundadagskrá 2023-2023 - 2022050136

Tillaga forseta að dagsetningum bæjarstjórnarfunda september 2023 til og með júní 2024, samkvæmt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 13. júní 2023.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti bar upp eftirfarandi breytingartillögu:

„Lagt er til við bæjarstjórn að fundað verði 19. september í stað 21. september vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.“

Breytingartillagan samþykkt 8-0.

5.Bræðratunga, raðhús - 2023010245

Tillaga frá 610. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. júní 2023, um að bæjarstjórn heimili óverulegar breytingar á deiliskipulagi við Tunguskeið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010, vegna fjölgunar lóða undir 6 íbúða raðhús, við götuna Bræðratungu.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

6.Brekkugata 56, 470. Umsókn, endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023050171

Tillaga frá 610. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. júní 2023, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings undir fasteignina við Brekkugötu 56 á Þingeyri.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

7.Seljaland 23, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2023060012

Tillaga frá 610. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. júní 2023, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta Rakel Sylvíu Björnsdóttur lóðinni við Seljaland 23, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

8.Gott að eldast - 2023060021

Tillaga frá 471. fundi velferðarnefndar, sem haldinn var þann 8. júní 2023, um að bæjarstjórn samþykki að sótt verði um þátttöku í tilraunaverkefninu ásamt þeim sveitarfélögunum sem spanna þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

9.Bæjarráð - 1243 - 2306001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1243. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 5. júní 2023.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1244 - 2306006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1244. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 12. júní 2023.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 454 - 2305026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 454. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 6. júní 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 610 - 2306002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 610. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 8. júní 2023.

Fundargerðin er í tíu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Velferðarnefnd - 471 - 2306003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 471. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 8. júní 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?