Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
458. fundur 04. júní 2020 kl. 17:00 - 17:43 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Sunna Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2019 - 2019110062

Bæjarstjóri leggur fram ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2019, til síðari umræðu.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2019 upp til atkvæða.

Ársreikningurinn samþykktur 9-0.

2.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - Ártunga 1 - 2018050012

Tillaga frá 1108. fundi bæjarráðs, sem fram fór 2. júní 2020, um að bæjarstjórn samþykki erindi Högna Gunnars Péturssonar, dags. 16. apríl 2020, þar sem óskað er eftir frekari fresti gatnagerðargjalda vegna lokafrágangs við Ártungu 1, Ísafirði.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Tungubraut, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna raðhúsalóða - 2020030055

Tillaga frá 538. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 20. maí sl., um að bæjarstjórn heimili breytingu á deiliskipulagi vegna raðhúsalóða við Tungubraut, Ísafirði.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Slökkviliðsstöðin á Flateyri, sala og hýsing bifreiðar - 2020020027

Tillaga frá 1108. fundi bæjarráðs, sem fram fór 2. júní 2020, um að bæjarstjórn samþykki kaupsamning og afsal vegna eignarinnar Túngata 7, fnr. 212-6568, á Flateyri, og þjónustusamning milli Ísafjarðarbæjar og Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um hýsingu slökkvibifreiðar og annars búnaðar slökkviliðs, báðir dags. 27. maí 2020.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Vestfjarðastofa - ýmis erindi 2020 - 2020040012

Tillaga frá 1108. fundi bæjarráðs, sem fram fór 2. júní 2020, um að bæjarstjórn samþykki tillögu bæjarritara um að taka þátt í markaðsátaki og auglýsingabirtingum fyrir sveitarfélagið í samstarfi við Markaðsstofu Vestfjarða.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Daníel Jakobsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sat hjá.

6.Dagvistarmál í Skutulsfirði 2020 - 2020010058

Tillaga frá 417. fundi fræðslunefndar, sem fram fór 28. maí 2020, um að bæjarstjórn samþykki erindi er varðar sumaropnun fyrir leikskólabörn sumarið 2020.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti lagði til að málinu yrði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar 18. júní 2020, og óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna málsins.

Forseti bar tillögu um frestun upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Samstarfshópur um friðlýsingar á Vestfjörðum - 2019100101

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn leggi til að landsvæði í kringum Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður, og að sú afstaða verði lögð fram á fundi samstarfshóps um friðlýsingar á Vestfjörðum innan marka Vesturbyggðar og Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Hafdís Gunnarsdóttir, og Jónas Þór Birgisson.

Hafdís Gunnarsdóttir tók við fundarstjórn kl. 17.24, á meðan Kristján Þór Kristjánsson, forseti, tók til máls. Forseti tók aftur við fundarstjórn kl. 17.27.

Forseti lagði til að málinu yrði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar 18. júní 2020.

Forseti bar tillögu um frestun upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 1108 - 2005021F

Lögð fram fundargerð 1108. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. júní 2020. Fundargerðin er í 20 liðum.


Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fræðslunefnd - 417 - 2005016F

Lögð er fram fundagerð 417. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 28. maí 2020. Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:43.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?