Velferðarsvið – Stuðningsfulltrúar í búsetuþjónustu, sumarstörf

Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir stuðningsfulltrúum við sumarafleysingar í búsetuþjónustu fatlaðs fólks. Um er að ræða 50-100% störf frá 1. maí til 31. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Óskað er eftir jákvæðum og hvetjandi einstaklingum með áhuga á samskiptum. Störfin eru afar fjölbreytt og gefandi.

Helstu verkefni

  • Aðstoða þjónustunotendur við athafnir daglegs lífs
  • Félagslegur stuðningur
  • Samskipti við þjónustuþega
  • Framfylgja vinnureglum sem ákveðnar eru og stuðla með því að samræmdum vinnubrögðum

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Samviskusemi og stundvísi
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Bílpróf

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur/VerkVest).

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2024. Umsóknum skal skilað á netfangið ragnhildursv@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veita Ragnhildur I. Sveinsdóttir, forstöðumaður búsetu í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreind netföng.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?