Leikskólinn Tjarnarbær á Suðureyri - Leikskólakennari

Laust er til umsóknar starf leikskólakennara við leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri. Um er að ræða 100% starf frá 1. september 2024 eða eftir nánara samkomulagi.

Tjarnarbær er tveggja deilda leikskóli en að auki er skólinn með dægradvöl fyrir grunnskólabörn. Starfað er eftir hugmyndafræði Johns Dewey og einkunnarorð skólans er Virðing – Gleði – Sköpun, með áherslu á náttúruna og umhverfið. Um er að ræða mjög skemmtilegt og gefandi starf í lifandi starfsumhverfi, þar sem enginn dagur er eins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.

Hæfniskröfur

  • Leyfisbréf leikskólakennara
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Félag leikskólakennara.

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2024. Umsóknir skulu sendar til Svövu Ránar Valgeirsdóttur leikskólastjóra á netfangið svavava@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Nánari upplýsingar veitir Svava Rán í síma 450-8290 eða í gegnum ofangreint netfang.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?