Heilbrigðisstofnun Vestfjarða — Sumarstarf geislafræðings

Okkur vantar geislafræðing til að koma vestur í sumar og leysa okkar geislafræðinga af í júlí og byrjun ágúst eða eftir samkomulagi. Unnið er í dagvinnu frá 8 - 15 ásamt sólarhrings bakvöktum. Tækin sem eru á deildinni eru eins og víðar á landinu, nýtt GE síðan í maí 2023 og röntgen philips 3 ára. Við deildina starfa þrír geislafræðingar í föstu starfi og í sumar verður einnig nemi í sumarstarfi.

Við bjóðum hentugt húsnæði, góðan stuðning og aðlögun í upphafi starfs.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Geislafræðingur vinnur dagleg störf á myndgreiningardeild sjúkrahússins.

Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi sem geislafræðingur
Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að vinna í teymi
Góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf
Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
Frítt húsnæði

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag geislafræðinga hafa gert.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi.

Sækja um

Er hægt að bæta efnið á síðunni?