Heilbrigðisstofnun Vestfjarða — Deildarstjóri á Sjúkradeild á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar að ráða deildarstjóra á sjúkradeild á Ísafirði. Um er að ræða 100% starf.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 270 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis. Ráðið verður frá 1. maí 2024 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildarstjóri ber ábyrgð á mönnun, rekstri og þjónustu deildarinnar. Starfar samkvæmt lögum sem eiga við hverju sinni og fylgir þeim stefnum, áherslum og markmiðum sem sett hafa verið við stofnunina er kemur að þjónustu, mannauði og rekstri. Deildarstjóri ber einnig ábyrgð á því að starfsemi deildarinnar sé rekin á hagkvæman hátt og innan ramma fjárhagsáætlunar.

Helstu verkefni í faglegri/klínískri starfsemi:

  • Þátttaka í daglegum verkefnum (hjúkrunarstörfum) deildarinnar.

  • Stuðlar að virku gæða- og umbótastarfi á deildinni.

  • Setur fram og fylgir eftir tillögum um nýjungar í hjúkrun sem stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga.

  • Ber ábyrgð á innleiðingu, aðlögun og endurskoðun klínískra verklagsreglna.

  • Ber ábyrgð á skráningu sjúkragagna.

  • Ber ábyrgð á atvikaskráningu á deildinni.

  • Ber ábyrgð á að fyrirmælum læknis sé framfylgt svo fremi að það brjóti ekki í bága við þekkingu hans, siðfræði og/eða siðgæðisvitund.

  • Stendur vörð um réttindi sjúklinga og ber ábyrgð á að greiða úr ábendingum sjúklinga, aðstandenda og annarra sem beinast að þjónustu deildarinnar í samvinnu við framkvæmdastjóra hjúkrunar og framkvæmdastjórn.

  • Tekur þátt í rannsóknar- og þróunarstarfi á vegum stofnunar.

Á deildinni starfar öflugur hópur um 25 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi

  • Viðbótar- eða framhaldsnám sem nýtist í starfi

  • Stjórnunarreynsla er kostur

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Með umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningu.

Ísafjarðarbær- og Vestfirðir í heild- er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.Tækifærin til útivistar eru allt um kring, enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðarbæjar.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er -100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.04.2024

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Elísabet Pétursdóttir, hildurep@hvest.is

Sími: 450 4500

Hanna Þóra Hauksdóttir, hanna@hvest.is

Sími: 450 4500

Sækja um

Er hægt að bæta efnið á síðunni?