Grunnskólinn á Þingeyri – Blandað starf

Laust er til umsóknar blandað starf í 90% starfshlutfalli við Grunnskólann á Þingeyri. Starfið er tímabundið til eins árs og er æskilegast að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi.

Í dag eru um 40 nemendur í Grunnskólanum á Þingeyri og eru einkunnarorð skólans ábyrgð, virðing, samheldni og gleði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stuðningur við nemendur í námi og starfi (aðstoð í kennslu)
  • Sinnir ræstingu á tilteknum svæðum í skólanum
  • Hefur með höndum innkaup á vörum til ræstingar
  • Sinnir gæslu samkvæmt gæslutöflu
  • Sækir hádegismat í leikskóla, skammtar mat og skilar ílátum að hádegismat loknum, frágangur í eldhúsi
  • Sér um samskipti við leikskóla varðandi matarmál

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Reynsla af og áhugi á að starfa með börnum
  • Þekking á skyndihjálp
  • Jákvæðni, rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
  • Gott frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Sveigjanleiki og samvinnufærni
  • Góð íslenskukunnátta
  • Enskukunnátta er kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjöl / VerkVest).

Umsókn skal skilað til Ernu Höskuldsdóttur skólastjóra á netfangið ernaho@isafjordur.is og með henni skal fylgja ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2024.

Allar nánari upplýsingar veitir Erna skólastjóri í síma 450-8370/663-9833 eða í gegnum ofangreindan tölvupóst.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

Er hægt að bæta efnið á síðunni?