Grunnskólinn á Ísafirði – Umsjónarkennarar – Sérkennari – Kennari í textílmennt

Grunnskólinn á Ísafirði er byggður sem einsetinn skóli með um það bil 390 nemendur og fer öll kennsla fram undir sama þaki, utan íþrótta- og sundkennslu. Undanfarin ár hefur skólinn unnið eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og innleitt kennsluaðferðir leiðsagnarnáms. Skólinn er í góðu og öflugu samstarfi við íþróttahreyfinguna og listaskóla bæjarins en í Ísafjarðarbæ er fjölbreytt samfélag þar sem hreyfing og menning skipa stóran sess. Eftirtalin störf eru laus til umsóknar frá 1. ágúst 2024.

Grunnskólakennarar:

  • Umsjónarkennarar á yngsta-, mið- og unglingastigi 80-100%. Meðal kennslugreina á unglingastigi er íslenska, danska, stærðfræði og náttúrufræði.
  • Sérkennari 70-100%.
  • Kennari í textílmennt 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Jákvæðni, lipurð og færni í samskiptum og skipulagsfærni
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum auk stundvísi og samviskusemi
  • Gerð er krafa um góða íslenskunnáttu í ræðu og riti

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknum skal skilað til Kristjáns Arnars Ingasonar skólastjóra á netfangið kristjanin@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og leyfisbréf, ásamt kynningarbréfi þar sem fram koma m.a. styrkleikar umsækjanda og rökstuðningur fyrir ráðningu. Umsóknarfrestur um störfin er til og með 22. apríl 2024. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristján Arnar í síma 450-8300 eða í gegnum tölvupóst.

Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um störfin. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?