Velferðarnefnd

424. fundur 23. janúar 2018 kl. 16:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir varamaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Hafdís Gunnarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
  • Dagný Sif Snæbjarnardóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Guðjón Már Þorsteinsson boðaði forföll og í hans stað mætti Sigríður G. Ásgeirsdóttir. Steinþór Bragason boðaði forföll og í hans stað mætti Arna Ýr Kristinsdóttir.

1.Reglur Ísafjarðarbæjar um ferliþjónustu 2018 - 2017110068

Lögð fram drög að nýjum reglum um ferliþjónustu í Ísafjarðarbæ ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur dags. 16. janúar 2018.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar og taki þegar gildi.

2.Reglur Ísafjarðarbæjar um félagslega liðveislu 2018 - 2017110067

Lögð fram drög að nýjum reglum um félagslega liðveislu í Ísafjarðarbæ ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur dags. 16. janúar 2018.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar og taki þegar gildi.

3.Heimaþjónusta - 2017030015

Lögð fram drög að nýjum reglum um heimaþjónustu ásamt minnisblaði Sædísar Maríu Jónatansdóttur dags. 16. janúar 2018.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar og taki þegar gildi.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 22. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál. Umsagnarfrestur er til 12. janúar nk.

Bæjarráð tók erindið fyrir á 1000. fundi sínum 8. janúar sl., og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagðir fram tveir tölvupóstar Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettir 18. desember sl., þar sem Ísafjarðarbæ eru send til umsagnar tvö lagafrumvörp. Annars vegar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 26. mál, og hins vegar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 27. mál.
Einnig lagður fram tölvupóstur Tryggva Þórhallssonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 4. janúar sl., þar sem kallað er eftir viðbrögðum sveitarfélaganna við þeim breytingum sem orðið hafa á frumvörpunum.
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar fagnar því að nú hilli undir að frumvörp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir (26. mál) og breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (27. mál) verði samþykkt.
Velferðarnefnd vill þó gera athugasemdir við frumvörpin.
Í fyrsta lagi er gerð athugasemd við tillögu um akstursþjónustu. Nefndin telur skilgreiningar á ábyrgðarsviði ríkis og sveitarfélaga óskýrar í frumvarpinu og jafnframt telur nefndin að kostnaðarmat hefði þurft að liggja fyrir við umfjöllun um akstursþjónustu í frumvarpinu.
Í öðru lagi telur velferðarnefnd að kostnaðarhlutdeild ríkisins í gerðum NPA-samningum þurfi að vera að lágmarki 30%.
Í þriðja lagi vill nefndin leggja áherslu á að grannt sé fylgst með áhrifum væntanlegra lagabreytinga á fjárhag og stjórnsýslu sveitarfélaga.
Vinna við reglugerðir sem varða framangreind frumvörp stendur yfir og vill nefndin taka fram að gera verði ráð fyrir aðlögunartíma vegna innleiðingar.
Anna Valgerður Einarsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir yfirgáfu fundinn.

6.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fimm trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?