Velferðarnefnd

478. fundur 14. mars 2024 kl. 15:00 - 16:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Halldóra Björk Norðdahl varaformaður
  • Kristín Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigrún Hjaltadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Þórunn Sunneva Pétursdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Velferðarþjónusta Vestfjarða - endurskoðun reglna og verklags - 2023100093

Lögð fyrir drög að reglum um stuðningsþjónustu.
Velferðarnefnd samþykkir reglur um stuðningsþjónustu. Nefndin vísar þeim til samþykkis í bæjarstjórn.

2.Endurnýjun samning við sjúkratryggingar Íslands vegna dagdeildar. - 2024020069

Lagt fram til kynningar endurnýjun á samningi við Sjúkratryggingar Íslands vegna dagdeildar á Hlíf.
Lagt fram til kynningar

3.Endurskoðun reglna um ferliþjónustu 2024 - 2024020101

Lögð fram til kynningar frumdrög að reglum um ferliþjónustu í Ísafjarðarbæ
Starfsmenn kynntu frumdrög af reglum um ferliþjónustu. Velferðarnefnd felur starfsmönnum að vinna reglurnar áfram samkvæmt umræðum á fundinum.

4.Framkvæmdasjóður aldraða - umsóknir í sjóðinn 2024 - 2024020138

Lagt fram minnisblað er varðar 4 umsóknir í framkvæmdasjóð aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn í lýðheilsusjóð vegna heilsueflingar eldri borgara. - 2024030060

Lagt fram minnisblað vegna tveggja umsókna hjá lýðheilsusjóði vegna heilsueflingar eldri borgara.
Lagt fram til kynningar.

6.Hlíf breyting á baðaðstöðu - 2023110014

Lagt fram til kynningar minnisblað um umsókn um styrk til Orkubús Vestfjarða.
Lagt fram til kynningar.

7.Þjónustukönnun - 2023060025

Umræða um þjónustukönnun.
Ákveðið var að velferðarnefnd búi til drög að þjónustukönnun og leggi fyrir starfsmenn í síðasta lagi 15. apríl 2024.

8.Félag starf aldraðra - umsókn til Orkubús Vestfjarða - 2024030061

Lagt fram til kynningar minnisblað um umsókn um styrk til Orkubús Vestfjarða.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?