Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
35. fundur 11. október 2016 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Elís Úlfarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Ralf Trylla umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Gjaldskrár lagðar fram.
Umhverfisnefnd leggur til að sorpgjöld verði hækkuð, vegna kostnaðar við sorpförgun, þannig að málaflokkurinn verði ekki rekinn með eins miklum halla, nefndin leggur til að gjöld á sorphirðun og förgun í þéttbýli hækki úr kr. 40.558 í kr. 46.642 á ári, gjöld á sorpförgun í dreifbýli hækku úr kr. 27.554 í kr. 31.687 á ári og gjöld á sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með takmarkaða íveru vegna snjóflóðahættu hækku úr kr. 13.653 í kr.15.700 á ári. Umhverfisnefnd leggur til að aðrar gjaldskrár hækki í samræmi við verðlagsþróun.

2.Númerlausar bifreiðar 2016-2017 - 2016020029

Lögð fram drög af gjaldskrá fyrir meðhöndlun á númerlausum bílum.
Umhverfisnefnd styður gjaldskrá vegna númerslausra bifreiða og bendir á mikilvægi þess að gjald vegna flutnings á ökutækjum í geymsluport verði raunkostnaður.

3.Framkvæmdaráætlun fyrir Dynjanda til ársins 2020 - 2016100008

Lögð fram framkvæmdaráætlun fyrir Dynjanda til ársins 2020 sent frá Umhverfisstofnun dags. 5.10.2016.
Lagt fram til kynningar.

4.Þingeyri, könnun og hönnun sumarið 2016, ítalir - 2016090041

Lagt fram til kynningar "Þingeyri Project- An integrated bottom-up project proposal to make Þingeyri relevant in the future" skýrsla frá ítölskum landslagsarkitektum Plan D; M. Francesca Adamo, Marco Cibrario, Elisa Sarasso, Andrea G. Stralla
Umhverfisnefnd fagnar verkefninu og leggur til að skýrslan verði kynnt íbúasamtökum Þingeyrar.

5.Fráveitu og rotþrær - 2016040069

Lögð er fram samþykkt um fráveitu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?