Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
526. fundur 25. september 2019 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um lóð fyrir íbúðarhúsnæði. Daltunga 5 - 2019090067

Agnar Ebeneneser Agnarsson, sækir um lóð við Daltungu 5, Ísafirði, jafnframt er sótt um niðurfellingu gatnagerðargjalda á grundvelli 6.gr. laga nr. 153/2006 sbr. bókun bæjarráðs og að frestur verði framlengdur.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Agnar Ebeneser Agnarsson fái lóð við Daltungu 5, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

2.Umsókn um íbúðarhúsalóð. Daltunga 3 - 2019090058

Ívar Már Valsson, sækir um lóð við Daltungu 3, Ísafirði, jafnframt er sótt um niðurfellingu gatnagerðargjalda á grundvelli 6.gr. laga nr. 153/2006 sbr. bókun bæjarráðs og að frestur verði framlengdur.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ívar Már Valsson fái lóð við Daltungu 3, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.

3.Hrafnabjörg, Lokinhamradal - stofnun lóðar - 2019030107

Landeigendur Hrafnarbjarga í Lokinhamradal F2125132 óska eftir því við bæjaryfirvöld að veita heimild til stofnunar lóðar undir íbúðarhúsið F2125134, sem er eign Aníku og Bergþóru Ragnarsdætra.
Lagt fram undirritað erindisbréf dags. 26. febrúar 2019, ásamt hnitsettum lóðauppdrætti
Skipulags- og mannvirkjanend leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir íbúðarhús að Hrafnarbjörgum í Lokinhamradal.

4.Hornstrandafriðland framkvæmdaleyfi - Minnisblað Juris - 2019020031

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 9. maí sl., þ.e. afstaða Umhverfisstofnunar gagnvart minnisblaði Juris dagsett í janúar 2019 um leyfisveitingar í friðlandinu, ásamt samkomulagi um byggingar- og framkvæmdarleyfi í Hornstrandarfriðlandi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur við bæjarstjórn að núgildandi samkomulagi um byggingar- og framkvæmdarleyfi sem dagsett er mars 2004, verði sagt upp á grundvelli afstöðu Umhverfisstofnunar til samkomulagsins í bréfi þeirra dags. 09.05.2019.
Jafnframt er lagt til að unnið verði nýtt samkomulag, með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum.

5.Aðalgata 24, Suðureyri - Umsókn um lóð - 2017080049

Andrzej Górecki fékk úthlutað lóð við Aðalgötu 24, Suðureyri, á fundi bæjarstjórnar nr. 403 þann 07.09.2017 með vísan í gr.3.4 í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.
Erindisbréf var sent á lóðarhafa 02.08.2019 og honum tilkynnt um að lóðarúthlutun væri fallin úr gildi. Andrzej Górecki hefur skilað inn nýrri umsókn dags. 06.09.2019
Með vísan í úthlutunarreglur Ísafjarðarbæjar er umsókn hafnað.

6.Umsókn um lóð, Aðalgata 24 - 2019070038

Elín Árnadóttir sækir um lóð við Aðalgötu 24, Suðureyri fylgigögn eru undirrituð umsókn dagsett 19. júlí 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elín Árnadóttir fái lóð við Aðalgötu 24 Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

7.Skólagata 6, Suðureyri - Viðauki við lóðaleigusamning - 2019090071

Lagður er fram viðauki við gildandi lóðaleigusamning við Skólagötu 6, Suðureyri.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8.Umsókn um lóð fyrir atvinnuhúsnæði. Skólagata 10 - 2019090007

Elías Guðmundsson sækir um lóð f.h. Nostalgíu ehf., við Skólagötu 10, Suðureyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 31.08.2019, ásamt uppdráttum frá Arkiteo.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf., fái lóð við Skólagötu 10, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

9.Staðfesting landamerkja - Engidalur Efri og Neðri - 2019020047

Guðmundur Jens Jóhannsson óskar eftir því við skipulagsyfirvöld Ísafjarðarbæjar f.h. landeigenda jarðarinnar Efri- og Neðri Engidals, að landamerki annarsvegar á milli Efri- og Neðri Engidals og Hafrafells verði staðfest. Jafnframt að landamerki á milli Efri- og Neðri Engidals og Kirkjubóls verði staðfest. Framlögð gögn eru hnitsettur uppdráttur frá Verkís dags. 24.10.2018 ásamt undirritaðri yfirlýsingu um landamerkin
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki Efri- og Neðri Engidals og Hafrafells. Jafnframt landamerki á milli Efri- og Neðri Engidals og Kirkjubóls með fyrirvara, þ.e að komi upp ágreiningur um mörkin síðar, þá gildi fyrri lýsingar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?