Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
480. fundur 12. júlí 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Magni Hreinn Jónsson varaformaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. júní sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál. Umsagnarfrestur er til 15. ágúst nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 979. fundi sínum, 26. júní sl., og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir.

2.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar með vísan í bréf dags. 29. júní 2017, um hvort stækkun Mjólkárvirkjunar skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort umsagnaraðili telji að nægilega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.
Stækkun afrennslissvæðis Mjólkárvirkjunar fellur undir eftirtalda liði; 3.22, 10.17 og 13.02 í fyrsta viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Með vísan í lið 13.02 þá er framkvæmdin tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar m.t.t. til breytinga og eða viðbóta við framkvæmdir sem þegar hafa verið leyfðar eða framkvæmdar og kunna að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið.
Liðir 3.22, 10.17 og 13.02 falla undir flokk B. Framkvæmdir eru flokkaðar í A,B og C og framkvæmdir í flokki A ávalt háðar mati á umhverfisáhrifum en meta þarf í hverju tilviki hvort framkvæmdir séu háðar slíku mati m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar. Skipulags- og mannvirkjanefnd ályktar sem svo að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, áhrif framkvæmda eru einna helst sjónræn eðlis, áætlað er að fjórir veituskurðir verði grafnir og tvær stíflur, lokuhús og yfirbygging spenna. Ef vel tekst til með vísan í umsögn Umhverfisstofnunar dags. 12.12.2016 þá er mikilvægt að fella þá að umhverfinu og ekki hafa þá þráðbeina, þá megi draga töluvert úr sjónrænum áhrifum framkvæmdar. Framkvæmdasvæði stækkar úr 19 km² í 29 km², skipulagssvæðið nær að mestu inn á hverfisverndarsvæði H1 og inn á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Stærsti hluti skipulagssvæðisins er uppi á Glámuhálendinu og áhrif stækkunar hafa lítil áhrif á gróður þar sem framkvæmdasvæði er gróðursnautt, jafnframt eru áhrif á dýralíf takmörkuð m.t.t. stækkunar. Ekki er um að ræða neina fiskgengd í Mjólká, umferð ferðamanna og útivistarfólks um Glámuhálendið er lítil og mannvirki ekki mjög sýnileg frá leiðum ferðamanna. Nægilega er gerð grein fyrir framkvæmd, umhverfi, mótvægisaðgerðum og vöktum.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Læknishúsið á Hesteyri - 2017030063

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var byggingarfulltrúa falið að afla umsagna Umhverfisstofnunar og Minjaverndar vegna byggingarleyfis umsóknar Hrólfs Vagnssonar, þar sem sótt var um leyfi vegna endurbóta á Læknishúsinu á Hesteyri. Umhverfisstofnun leggur fram umsögn dags. 19. júní 2017 og Minjastofnun leggur fram umsögn dags. 26. maí 2017. Erindið var jafnframt grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum frá 02.05.2017 og gefinn var fjögurra vikna frestur til athugasemda. Ekki bárust athugasemdir á grenndarkynningartímabili.
Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Sæborg lóð 3 - 2017050111

Lagður er fram tölvupóstur frá Málfríði K. Kristiansen f.h. Skipulagsstofnunar dags. 22.06.2017, þar sem álits var óskað í samræmi við gr. 5.11.2 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Í Hornstrandafriðlandi og á hverfisvernduðum svæðum gilda, auk almennra ákvæða, sérstök ákvæði, sbr. töflu 7.17. Á þessum svæðum ber að útfæra nánar í deiliskipulagi frístundabyggð og aðrar framkvæmdir. Byggingarfulltrúa falið að undirbúa skipulagsvinnu og óska frekari gagna.

Magni Hreinn Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

5.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Torfnes, Ísafirði. Um er að ræða greinargerð og uppdrátt frá Verkís hf. dags. 11.07.2017. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að að hluti núverandi gervigrasvallar verði felldur út og þar verði byggingarreitur fyrir fjölnotahús. Hæsta brún mænis skal ekki vera hærri en 13.75 m yfir hæð núverandi grasvallar og hámarkshæð útveggja á langhlið 6m. Flatarmál húss skal vera að hámarki 3.200 fermetrar. Hönnun byggingarinnar skal miðast við að viðhalda heildaryfirbragði bygginganna á Torfnesi, með dökkrauðu þaki og þykkum þakkanti. Að öðru leyti gilda öll ákvæði gildandi deiliskipulags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili að upppdráttur og greinargerð dags. 11.07.2017 verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Laugatún Reykjafirði, gestahús - byggingarleyfi - 2017060034

Eftirfarandi erindi var vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar af 22. afgreiðslufundi byggingafulltrúa, með vísan í gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Hallgrímur Guðfinnson sækir um byggingarleyfi fyrir bjálkahús við Laugatún í Reykjafirði. skv. undirritaðri umsókn, aðaluppdráttum frá Riss og undirritaðrar heimildar annarra landeigenda.
Með vísan í ákvæði fyrir frístundasvæði F5 í töflu 7.19 í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 þarf að útfæra nánar í deiliskipulagi samspil bygginga og náttúru. Jafnframt er bent á að í töflu 7.19 er að finna eftirfarandi ákvæði; viðhalda skal ásýnd svæðisins eins og það var þegar það var í byggð.

7.Strenglagning um Kirkjubólshlíð - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2017070030

Orkubú Vestfjarða ohf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna strenglagningar á Kirkjubólshlíð. Núverandi loftlína verður lögð niður og nýr strengur plægður í jörð í gamla veginn meðfram ljósleiðararalögn Mílu og þar sem gamli vegurinn endar verður lagnaleið meðfram núverandi vegi 30 þ.e. metra frá miðlínu vegar. Fylgigögn eru eftirfarandi.
Umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 10.07.2017
Heimild frá landeigendum Ytri Húsa dags. 19.06.2017
Heimild frá landeigendum Heimabæjar ódagsett.
Heimild frá landeigendum Fremri Húsa
Umsögn Minjastofnunar varðandi fyrirhugaða lagnaleiðs dags. 06.04.2017
Almenn verklýsing
Nefndin tekur jákvætt í erindið en telur ákjósanlegast að strengurinn liggi í vegrás Vegagerðar, þar sem jarðrask yrði lágmarkað með þeirri tilhögun.

Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

8.Löndun á steypuefni á Þingeyri - 2017060066

Á 192. fundi hafnarstjórnar var eftirfarandi erindi tekið fyrir og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lagt fram bréf Sigríðar Laufeyjar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Kubbs ehf., dagsett 26. júní 2017, þar sem óskað er eftir því að fá að landa steypuefni á Þingeyri vegna gangagerðar í Dýrafjarðargöngum. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við uppskipun efnis, hinsvegar er staðsetning 2 hafnað, og vísar erindi til skipulags- og mannvirkjanefndar og tæknideildar fyrir nánari staðsetningu efnis.
Tæknideild falið að óska frekari gagna og vinna málið áfram.

9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 - 1707002F

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
  • 9.1 2017050119 Aðalstræti 8 -umsókn um byggingarleyfi. Endurnýjun
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Byggingaráform eru samþykkt með vísan í umsögn Minjastofnunar dags. 4 júlí 2017 og að byggingaráform samræmast lögum um mannvirki nr. 160/2010
  • 9.2 2017050084 Umsókn um byggingarleyfi - Brekkugata 5 Þingeyri
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Byggingaráform eru samþykkt með vísan í umsögn Minjastofnunar í tölvupósti 04.07.2017 sem segir
    "Frágangur ytri klæðningar, glugga, þakbrúna, dyra og svala skal taka mið af upphaflegum stíl hússins og einkennandi deililausnum bárujárnsklæddra timburhúsa frá sama tíma. Hafa skal til hliðsjónar leiðbeiningarit Húsafriðunarnefndar um tréglugga og útveggjaklæðningar sem nálgast má á heimasíðu Minjastofnunar:
  • 9.3 2017030034 Sætún 12, Suðureyri - Endurbætur
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Byggingaráform eru samþykkt, samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, jafnframt er lagt til að aðgengi að þjónusturými í skriðkjallara verði óheimil óviðkomandi.
  • 9.4 2017070010 Umsókn um byggingaleyfi - Sundstræti 32
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Í núgildandi deiliskipulagi er byggingareitur meðfram húsi, svalir ná útfyrir reit og þarf því að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi varðandi stækkun byggingareitar.
  • 9.5 2017060034 Laugatún Reykjafirði, gestahús - byggingarleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingafulltrúi umsókninni til skipulags- og mannvirkjanefndar með vísan í gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013
  • 9.6 2017070011 Svalvogavegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar brúarstæðis er samþykkt með vísan í bætt umferðaröryggi.
  • 9.7 2017040068 Umsókn um byggingarleyfi - Hlíðarvegur 14
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Byggingaráform voru grenndarkynnt fyrir fyrir eigendum fasteignanna að Hlíðarvegi 12 og Tungötu 9 og 11 frá 23. maí 2017 og var gefinn fjögurra vikna frestur til athugasemda. Ekki bárust neinar athugasemdir á grenndarkynningartímabili og eru byggingaráform samþykkt.
  • 9.8 2017060015 Efnistaka Grjóteyri - Vegagerðin
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Náman að Grjóteyri er ófrágengið efnistökusvæði og á námuskrá Vegagerðar, skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Langtímaáætlun Vegagerðar um námufrágang 2004-2018 gerir ráð fyrir frágangi um 19 náma í sveitarfélaginu. Frágangur námanna mun verða í samræmi við leiðbeiningar í ritinu Námur - efnistaka og frágangur. Heimild er veitt af hálfu Ísafjarðarbæjar til efnistöku úr Grjóteyrarnámu með vísan í að heimild landeiganda liggi fyrir og að frágangi námunnar verði í samræmi við leiðbeiningar.
  • 9.9 2017070011 Svalvogavegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 22 Erindi er samþykkt þar sem aðgerðir varða bætt umferðaröryggi.

10.Þróun hafnarsvæðis - doktorsverkefni - 2017050101

Kynning á mögulegu doktorsverkefni Majid Eskafi, um þróun hafnarsvæðisins á Ísafirði.
Majid Eskafi kynnti fyrirhugað doktorsverkefni í haf- og strandsvæðastjórnun.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?