Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
453. fundur 30. mars 2016 kl. 08:00 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Jón Kristinn Helgason varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar þór Jónasson sviðsstjóri umhvrefis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064

Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að breyta notkun á sumarhúsi í garðplöntustöð og byggja 75 fm gróðurskála við núverandi hús, skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11. 2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Byggingarfulltrúi vísar umsókn til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sem samþykkti að grenndarkynna umsóknina. Umsóknin var grenndarkynnt og bárust tvær athugasemdir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum úr grenndarkynningu.

2.Hlíðarvegur 6- umsókn um byggingarleyfi - 2016020084

Elfar Reynisson sækir um leyfi til þess að byggja verönd á suð- austurhlið Hlíðarvegar 6. Einnig að setja opnanlegt fag á svefnherbergisglugga og breyta stofuglugga í glugga með svalahurð.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingarfulltrúi umsókninni til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir eigendum fasteignanna Hlíðarvegi 4 og 8 og Túngötu 3 og 5.

3.Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020

Eigendur Sæborgar í Aðalvík sækja um leyfi til að stofna þrjár nýjar lóðir skv. uppdráttum frá teiknistofunni Eik, dags. 17.12.2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðir 1, 2 og 3 verði stofnaðar samkvæmt uppdrætti. Nefndin bendir á að til að reisa nýtt hús á landi Sæborgar, Sæbóls og Garða þurfi að liggja fyrir samþykki allra eigenda jarðanna.

4.Kirkjuból í Bjarnadal - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016030068

Guðmundur V. Magnússon sækir um leyfi fyrir heimarafstöð í landi Kirkjubóls, allt að 15kW af uppsettu afli.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir 15kW heimarafstöð í landi Kirkjubóls í Bjarnadal enda sé það í samræmi við ákvæði Aðalskipulags um heimarafstöðvar.

5.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 11 - 1603016F

Fundargerð 11. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem haldinn var 16. mars sl., fundargerðin er í 2. liðum.


Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?