Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
628. fundur 11. apríl 2024 kl. 10:30 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Höfðastígur Suðureyri - Deiliskipulag - 2022120051

Lagt fram bréf Elíasar Guðmundssonar f.h. Nostalgíu ehf., dagsett 3. júní 2023, þar sem óskað er eftir breytingu á samningi við Ísafjarðarbæ, dags. 2. september 2022, um lóðir á Höfðastíg á Suðureyri, og jafnframt óskað eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Elías Guðmundsson mætir til fundar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Elíasi fyrir komuna og vísar erindi til áframahaldandi vinnslu í endurskoðun aðalskipulags. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Elías Guðmundsson yfirgaf fundinn klukkan 10:50.

Gestir

  • Elías Guðmundsson - mæting: 10:30

2.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lögð fram ósk frá Aðalsteini Óskarssyni f.h. svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða dags. 5. apríl 2024, um samþykki Ísafjarðarbæjar fyrir afgreiðslu skipulags- og matslýsingar fyrir Svæðisskipulag Vestfjarða 2025-2050.

Jafnframt er lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir Svæðisskipulag Vestfjarða 2025-2050, sem var samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða 4. apríl 2024, unnið af VSÓ ráðgjöf ehf. og Úrbana, fyrir svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulags- og matslýsingu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012

Lögð fram umsókn dags. 8. apríl 2024, frá Hilmari Lyngmó, f.h. Ísafjarðarhafna og hafnarstjórnar, um breytingar á þegar útgefnu framkvæmdaleyfi, sem snýr að fyrirstöðugarði við Norðurtanga.

Áður útgefið leyfi var bundið við 80 metra langan garð og var afgreitt á fundi bæjarráðs nr. 1249, 17. júlí 2023, þá fór bæjarráð með valdheimildir bæjarstjórnar í sumarleyfum.

Breytingar snúa að enn frekari lengingu, þ.e. að við þegar komna 80 metra bætast við 180 m. til viðbótar. Hjálögð gögn vegna breytinga er uppfærður uppdráttur frá Eflu, dagsettur í febrúar 2024, önnur gögn eru óbreytt og liggja fyrir frá fyrri umsókn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á þegar útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdina í heild sinni.

4.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Lögð fram tillaga og greinargerð vegna nýs deiliskipulags á hafnarsvæði og Suðurtanga, frá Verkís dags. 22. mars. 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og greinargerðina á vinnslustigi og með opnu húsi í samræmi við III. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði. Stækkun og uppbygging kirkjugarðs - 2024030031

Lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og vinnu við nýtt deiliskipulag, dags. 5. mars 2024 unnin af Verkís ehf. fyrir Ísafjarðarbæ og sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju, vegna áforma um stækkun Réttarholtskirkjugarðs í Engidal.

Í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir Réttarholtskirkjugarði en ekki var talin þörf á stækkun hans á skipulagstímabilinu. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir kirkjugarðinn.
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á skipulagslýsingu í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Gramsverslun. Ósk um breytingu á deiliskipulagi á Þingeyri - 2023080072

Lögð fram breytingartillaga á deiliskipulagi Þingeyrar (miðbæjar- og hafnarsvæðis). Tillagan var auglýst frá 17. janúar 2024 til 15. mars 2024. Frestur til athugasemda og umsagna var til 15. mars 2024.

Jafnframt er lögð fram athugasemd frá Kristjáni Gunnarssyni, dags. 6. febrúar 2024 í fjórum liðum er varðar núverandi þrengsli slökkvistöðvar, skorts á bílastæðum, skrúðgarð á milli bygginga og að Gramsverslun verði áfram til flutnings yfir á Hafnarstræti 8.

Jafnframt er lögð fram umsögn Íbúasamtakanna Átaks, Þingeyri, dags. 15. mars 2024 með ósk um að gerð verði krafa um að fyrirhuguð nýbygging muni tengjast starfsemi Gramsverslunar og fyrirhugaðs skrúðgarðs. Einnig að húsið (nýbyggingin) standi í sama gamaldags stíl við nærliggjandi hús, Gramsverslun og gamla salthúsið til að skapa heilstæða götumynd.

Íbúasamtökin óska einnig eftir að settur verði tímarammi á framkvæmdina svo Gramsverslun haldi ekki áfram að grotna niður ef aðrir áhugasamir aðilar skyldu finnast.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að athugasemdir Kristján Gunnarssonar eigi ekki við rök að styðjast. Færsla á Gramsverslun yfir á Hafnarstræti mun rýra þá götumynd sem nú er til staðar.

Hvað varðar bílastæði á umræddu svæði þá eru enn fjögur stæði við slökkvistöð skv. skipulagi, jafnframt eru 9 bílastæði við Hafnarstræti 10, sem og mögulegt að leggja bílum samsíða götu ofan til við slökkvistöð.

Hvað varðar skrúðgarð þá snúa breytingar skipulagsins ekki að honum.

Athugasemdir HMS snúa að þrengslum innanhúss en ekki umræddri skipulagstillögu.

Varðandi athugasemdir Átaks þá hefur nefndin farið yfir þær og leggur áherslu á að nýbygging verði í samræmi við hverfisvernd og ákvæði skipulags. Aðrar athugasemdir varða ekki skipulagstillögu heldur sérafnot og skrúðgarð sem ekki er breytt.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi í óbreyttri mynd, í samræmi við III. mgr. 41 gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni - 2024040019

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda dags. 2. apríl 2024, þar sem Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 91/2024, Reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni.

Helstu nýmæli í drögum reglugerðarinnar snúa að nánari umfjöllun um veitingu leyfis til öflunar sjávargróðurs í atvinnuskyni, öflun sjávargróðurs utan fjörusvæða, skilyrði fyrir útgáfu leyfa og breytt orðalag í samræmi við ákvæði 15. gr. b laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Umsagnarfrestur er til og með 17.apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lögð fram til umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 11. mars 2024, mál nr. 79/2024, áform um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir áform um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun með það að markmiði að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða og orkukosta á Íslandi.

Umsagnarfrestur er til og með 8.apríl 2024.
Lagt fram til kynningar.

9.Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu - 2024020146

Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu.

Matvælaráðuneytið hefur falið Landi og skógi að hefja endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt. Tilgangur þessa erindis nú er að kalla eftir ábendingum sem nýst geta við vinnuna við að móta tillögur að endurskoðuðu stuðningskerfi, en markmiðið er að til verði tillaga að heildstæðu stuðningskerfi málaflokksins innan stofnunarinnar sem jafnframt styður við stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála, verndunarlíffræðilegrar fjölbreytni og byggðamála.

Stuðningskerfin sem um ræðir eiga að efla þátttöku einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í landgræðslu og skógrækt, meðal annars í samræmi við opinberar stefnur í umhverfismálum, loftslagsmálum, landbúnaði og atvinnumálum.

Landi og skógi er ætlað að skila tillögum um breytingar til ráðuneytisins í lok apríl 2024. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að settar verði reglugerðir í samræmi við 8. gr. laga um landgræðslu nr. 155/2018 og 7. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 ásamt því að reglugerð um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 285/2015 verði endurskoðuð, sbr. IV. kafla laga um skóga og skógrækt.

Tillögur og ábendingar óskast sendar fyrir 29. mars næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.
Guðmundur Ólafsson vék af fundi klukkan 11:46.

10.Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis Arctic Sea Farm ehf. í Önundarfirði - 2024030134

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Matvælastofnun dags. 19. mars 2024 vegna endurnýjunar rekstrarleyfis Arctic Sea Farm ehf. í Önundarfirði, með vísan til 7. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi, hvort að náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.

Matvælastofnun bendir á að samkvæmt strandsvæðisskipulagi Vestfjarða er fyrirhuguð staðsetning eldissvæðis Arctic Sea Farm á reit A8 þar sem gert er ráð fyrir almennri nýtingu strandsvæðisins en jafnframt kemur fram að innan reitsins sé rekstrarleyfi til fiskeldis á 200 tonnum úti fyrir Hjarðardal.

Umsagnarfrestur er til 12. apríl 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd.
Guðmundur Ólafsson mætir aftur til fundar klukkan 11:57.

11.Notkun ásætuvarna Arctic Sea Farm í Arnarfirði. Umsagnarbeiðni - 2024010009

Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 27. mars 2024, vegna notkunar ásætuvarna Arctic Sea Farm í Arnarfirði, mál nr. 1085/2023 í skipulagsgátt.

Niðurstaða stofnunarinnar er að fyrirhuguð framkvæmd sé líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 2. maí 2024.
Lagt fram til kynningar.

12.Seljalandsvegur 73, Ísafirði. Grenndarkynning - 2023120102

Erindið var tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 625. Niðurstaða nefndar var á þá leið að tekið var undir þau sjónarmið er komu fram við grenndarkynningu að framkvæmdin raski götumynd enn frekar en orðið hefur.

Til viðbótar við áður framlögð gögn eru nú lagðir fram uppfærðir aðaluppdrættir frá Studío Granda.

Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en m.v. í gr. 5.9.4 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er óskað umfjöllunar skipulag- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að með uppfærðum uppdráttum hafi verið komið til móts við athugasemdir. Nefndin leggur þá til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á svölum við Seljalandsveg 73 á Ísafirði.

13.Hlíðarvegur 48 - stækkun lóðar - 2019080025

Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 2. apríl 2024, vegna gerð lóðarleigusamnings við Hlíðarveg 48 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun lóðar við Hlíðarveg 48 á Ísafirði skv. mæliblaði tæknideildar 2. apríl 2024.

14.Kirkjubær 2 - Umsókn um stöðuleyfi - 2024020142

Lögð er fram umsókn Haraldar Kristinssonar um stöðuleyfi fyrir gám á jörðinni. Jafnframt eru lagðar fram loftmyndir, ljósmyndir og útskýringarmynd fyrir aðgengi slökkviliðs.

Óskað er álits skipulag- og mannvirkjanefndar vegna málsins. Ekki liggur fyrir fyrir leigusamningur umsækjanda fyrir landspildunni er gámurinn skal staðsettur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ekki tímabært að afgreiða stöðuleyfi þar sem afnota- og beitarréttur liggur ekki fyrir.

15.Grundarstígur 21, Flateyri. Lóðarleigusamningur - 2024040021

Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 2. apríl 2024 vegna fasteignarinnar að Grundarstíg 21, Flateyri (L141133/F2126452), sem er nú skráð sem félagsheimili og er byggt árið 1942.

Jafnframt er lögð fram drög að lóðarleigusamningi undir fasteignina.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu lóðarleigusamnings undir fasteignina að Grundarstíg 21, Flateyri í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 2. apríl 2024.

16.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 73 - 2402027F

Lögð fram fundargerð frá 73. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem var haldinn 28. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 74 - 2403024F

Lögð fram fundargerð frá 74. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem var haldinn 21. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?