Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
624. fundur 25. janúar 2024 kl. 10:30 - 11:26 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Ársskýrsla 2023 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2024010121

Lögð fram til kynningar ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023, en bæjarráð vísaði málinu til kynningar í nefndinni á fundi sínum þann 22. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

2.Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26 - 2024010076

Lögð fram til kynningar drög að stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa fyrir árin 2024-2026, sem hefur verið í vinnslu í hafnarstjórn.
Nefndin fagnar framkomnum drögum að stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa og hefur ekki efnislegar athugasemdir. Lagt fram til kynningar.

3.Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - drög að tillögum verkefnastjórnar - 2023120054

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda dags. 22. desember 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 254/2023, Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - drög að tillögum verkefnastjórnar.

Umsagnarfrestur er til og með 15.mars 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Áform um breytingu á lögum nr. 49-1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum - 2024010082

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 12. janúar 2024, vegna áforma um breytingar á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum með það að markmiði að auka skýrleika laganna með marksmiðsákvæði sem gerir auk þess ráð fyrir uppbyggingu varnarvirkja á atvinnusvæðum, skerpa á hlutverki Veðurstofu Íslands og um leið gera tilteknar breytingar á lögunum í ljósi reynslu af beitingu þeirra.
Lagt fram til kynningar.

5.Garðahús á Görðum í Aðalvík L189021. Ósk um stofnun lóðar - 2024010015

Lögð fram umsókn F-550, dags. 15. nóvember 2022, frá eigendum fasteignarinnar Garðahús F-225 0458, sem er sumarbústaður reistur árið 1982, um stofnun lóðar úr jörðinni Garðar í Aðalvík L189021. Samþykki landeiganda fylgir með. Ný lóð undir sumarhúsið verður 1,0 ha að stærð.

Jafnframt lagðir fram hnitsettir uppdrættir, unnir af Eflu dags. 15. desember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar úr landi Garða undir Garðahús F-225 0458, að Sæbóli í Aðalvík.

6.Suðurtangi 6, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021120014

Lögð fram umsókn dags. 30. nóvember 2021 frá þinglýstum eiganda fasteignar við Suðurtanga 6 á Ísafirði um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt er lagt fram mæliblað tækndeildar dags. 23. janúar 2024, sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag Suðurtanga, íbúðar- og þjónustusvæði frá árinu 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu lóðarleigusamnings vegna Suðurtanga 6 á Ísafirði.

Nefndin leggur áherslu á aðgengi að sjó, um upptökuramp, fyrir kajaka og minni báta, verði tryggt eins og fram kemur í gildandi deiliskipulagi.

7.Fjarðargata 4, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023120088

Lögð fram umsókn dags. 19. desember 2023, frá Sigríði K. Ólafsdóttur f.h. Sigríðar B. Helgadóttur, eiganda fasteignar við Fjarðargötu 4 á Þingeyri, um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 19. desember 2023 sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag Þingeyrar -miðbæjar og hafnarsvæðis, frá árinu 2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu lóðarleigusamnings vegna Fjarðargötu 4 á Þingeyri.

8.Hrunastígur 1, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024010148

Lögð fram umsókn dags. 11. janúar 2024 frá þinglýstum eiganda fasteignarinnar við Hrunastíg 1 á Þingeyri, um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 23. janúar 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja útgáfu lóðarleigusamnings vegna Hrunastígs 1 á Þingeyri.

9.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 34 - Flokkur 1, - 2023080023

Lagður fram tölvupóstur frá Jóhanni Birki Helgasyni dags. 7. desember 2023 f.h. Halldóru Þórðardóttur með ósk um að grenndarkynna áform um viðbyggingu við Sundstræti 34 á Ísafirði, í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir dags. 9. ágúst 2023 og drög að deiliskipulagsbreytingu, dags. 5. nóvember 2023, unnið af Verkís ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum íbúða í Sundstræti 32, 34 og 36.

Fundi slitið - kl. 11:26.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?