Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
622. fundur 18. desember 2023 kl. 13:00 - 14:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson varamaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Brimbrjótur, Suðureyri, iðnaðar- og athafnasvæði B20 - 2019120040

Lögð fram ósk frá Fisherman ehf. um breytingar á áætluðum framkvæmdatíma á lið a. í viðauka samnings „Framkvæmdir við 1. áfanga, sbr. teikningu í viðauka I, skulu hefjast eigi síðar en 1. september 2024 og vera lokið eigi síðar en 30. september 2026.“

Samkvæmt núgildandi samkomulagi áttu framkvæmdir við 1. áfanga, sbr. teikningu í viðauka I, hefjast eigi síðar en 1. maí 2023 og vera lokið eigi síðar en 30. apríl 2026.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á lið a) í viðauka samnings „framkvæmdir við 1. áfanga, sbr. teikningu í viðauka I, skulu hefjast eigi síðar en 1. september 2024 og vera lokið eigi síðar en 30. september 2026.“

2.Gramsverslun. Ósk um breytingu á deiliskipulagi á Þingeyri - 2023080072

Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis á Þingeyri vegna Gramsverslunar við Vallargötu, uppdráttur með greinargerð unnin af Trípólí arkitektum dags. 30. nóvember 2023.

Breytingin felur í sér að halda Gramsverslun á sínum stað, þó með stækkuðum byggingarreit svo möguleiki sé á að færa húsið lítillega til vesturs, frá Salthúsinu við Hafnarstræti 5, samhliða því að húsið verður gert upp. Núverandi lóðamörk Gramsverslunar eru auk þess stækkuð til vesturs og lóðamörk Vallargötu 3 minnkuð á móti. Á milli lóðanna kemur nýr göngustígur á bæjarlandi sem tengir skrúðgarðinn við Vallarstræti. Vestast á stækkaðri lóð Gramsverslunar er gerður nýr byggingarreitur fyrir timburhús í gömlum stíl sem kallast á við Salthúsið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Seljalandsvegur 73 - Flokkur 2, - 2023110158

Lögð er fram umsókn frá Stephen M Christer f.h Daða Valgeirs Jakobssonar vegna stækkunar á svölum. Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Studio Granda ásamt skráningartöflu dags. október 2023.

Þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi á svæðinu þyrfti að hefja málsmeðferð skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 - þ.e. grenndarkynna áform.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar að grenndarkynna áform fyrir eigendum við Seljalandsveg 71 og 75 og eigendum við Miðtún 23, 25 og 27, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Fífutunga 4, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2023120073

Lögð fram umsókn frá Jóni Steinari Guðmundssyni um lóð við Fífutungu 4 á Ísafirði, dags. 14. desember 2023. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 14. mars 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Jón Steinar Guðmundsson fái lóðina við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fylgiskjöl:

5.Skeið 1 - Fyrirspurn v. rafhleðslustöðva og ljósaskiltis - 2023120070

Lögð er fram fyrirspurn Unnars Hermannssonar f.h Eramus eignarhaldsfélags ehf. vegna uppsetningar á rafhleðslustöðvum á lóð félagsins.
Jafnframt er sóst eftir því að koma upp ljósaskilti á lóðarmörkum, jafnframt er lagður fram uppdráttur frá Orkunni er sýnir staðsetningu hleðslustöðva og ljósaskiltis, dags. 1. nóvember 2023.

Sökum nálægðar við lóðarmörk er óskað eftir áliti nefndarinnar á framkvæmdinni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar uppsetningu hleðslustöðva við Skeiði 1 á Ísafirði en óskar eftir frekari gögnum varðandi ljósaskilti. Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

6.Reykjanes, Súðavík. Ósk um stofnun lóða við Reykjanes 11 og 13 - 2023120039

Lögð fram ósk dags. 6. desember 2023, frá byggingarfulltrúa í Súðavíkurhreppi um stofnun lóðar úr landi Reykjanes L141585, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Lóðarstofnun er í samræmi við gildandi deiliskipulag Reykjaness frá 2023. Nýja heitið verður Reykjanes 11.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða úr landi Ísafjarðarbæjar L141585, í Súðavíkurhreppi, við Reykjanes, undir 2 nýjar lóðir.

7.Reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði - 2022010144

Lögð fram til samþykktar uppfærð samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu, sbr. 10. gr., auk uppfærðra reglna um úthlutun lóða, sbr. regla 3.4., en bæta þurfti samræmingu milli ákvæðanna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á samþykkt Ísafjarðarbæjar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu og stofngjald fráveitu, sbr. 10. gr., auk þess að samþykkja breytingar á reglum um úthlutun lóða, sbr. regla 3.4.

8.Mávagarður, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110017

Lögð fram umsókn dags. 2. nóvember 2023, frá Skútusiglingum ehf. varðandi stöðuleyfi við Mávagarð, Ísafjarðarhöfn. Jafnframt lagt fram samþykki Ísafjarðarhafna dags. 3. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða.

Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.

Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.

9.Öldugata 6, Flateyri - umsókn um stöðuleyfi - 2023100108

Lögð fram umsókn dags. 19. október 2023, frá Kristjáni R. Einarssyni um stöðuleyfi geymslugáms við Öldugötu 6 á Flateyri.
Erindi er frestað.
Óskað er frekari gagna.

10.Skeið 3, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110217

Lögð er fram umsókn Nora Seafood ehf. um stöðuleyfi vegna tveggja frystigáma á lóð fyrirtækisins. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir er sýna staðsetningu gámanna auk greinagerða er snúa að öryggisatriðum, útliti, stærð og gerð gámanna.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn er óskað umfjöllunar skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða.

Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.

Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.

11.Hnífsdalsvegur 27, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110162

Lögð er fram umsókn Haraldar Hákonarsonar f.h Þrastar Marzellíussonar ehf. vegna stöðleyfa fyrir þrjá gáma. Um er að ræða umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáma.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn er óskað álits frá skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða.

Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.

Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Fylgiskjöl:

12.Sindragata 27, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110160

Lögð er fram umsókn Steypustöðvar Ísafjarðar ehf. vegna stöðuleyfis tveggja geymslugáma.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir staðsetningu gáma. Gámarnir eru nú þegar á svæðinu.
Þar sem stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn er óskað umsagnar skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða.

Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.

Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Fylgiskjöl:

13.Stakkanes 3, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2023110166

Lögð er fram umsókn Jónu Símoníu Bjarnadóttur f.h vestfirskra villikatta um stöðuleyfi fyrir gám á svæði áhaldahúss Ísafjarðarbæjar.
Jafnframt er lögð fram loftmynd er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gáms.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að samþykkja stöðuleyfi til 12 mánaða.

Stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanlegt úrræði og bendir nefndin á að umsóknaraðili leiti sér varanlegra lausna.

Umsækjandi getur ekki búist við framlengingu stöðuleyfis að ári.
Fylgiskjöl:

14.Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - drög að tillögum verkefnastjórnar - 2023120054

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda dags. 4. desember 2023, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 254/2023, „Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - drög að tillögum verkefnastjórnar.“ Umsagnarfrestur er til og með 18.desember 2023.

Verkefnastjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögum um mat og flokkun á virkjunarkostunum Héraðsvötn, Skrokkölduvirkjun, Kjalölduveita, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.

Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Þetta er fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnisstjórnar, sem gert er ráð fyrir að taki tvær vikur. Í framhaldi af því er svo gert ráð fyrir að hefja formlegt 12 vikna umsagnarferli um tillögur verkefnisstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

15.Drög að reglugerð um merki fasteigna - 2023120056

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda dags. 11. desember 2023, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 258/2023, „Drög að reglugerð um merki fasteigna“ með stoð í 6. gr. k. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001.

https://island.is/samradsgatt/mal/3630
Umsagnarfrestur er til og með 26.desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

16.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 15. desember 2023 um stöðu aðalskipulags.
Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 71 - 2312006F

Lögð fram fundargerð 71. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 8. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?