Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
620. fundur 23. nóvember 2023 kl. 10:30 - 12:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Verndarsvæði í byggð. - 2017100040

Lagt fram bréf frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu þar sem staðfest er ákvörðun ráðherra, um verndarsvæði í byggð.
Gögn vegna verndarsvæða í byggð má finna hér: https://www.isafjordur.is/is/thjonusta/umhverfi/verndarsvaedi-i-byggd
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Minjastofnun og öðrum sem komu að verkefninu fyrir vel unnin störf.

2.Deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054

Lagt fram minnisblað tæknideildar vegna byggingarlóða við Hlíðargötu á Þingeyri. Deiliskipulag fyrir Hlíðargötu er í samþykktarferli hjá Skipulagsstofnun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að eftirfarandi lóðir verði settar á lóðarlista: Hlíðargata nr. 1-33 neðan götu og lóðir nr. 24-36 ofan götu fari á lóðarlista, þegar deiliskipulagið hefur öðlast gildi.

3.Hlíðarvegur 50, 400. Umsókn um stofnun byggingarlóðar - 2023110126

Lagður fram tölvupóstur dags. 20. nóvember 2023 frá Guðmundi M Kristjánssyni með ósk um lóð við Hlíðarveg 50, óstofnuð lóð, vegna áforma um byggingu á lágreistu einbýlishúsi ásamt bílskúr, samtals um 130 fm.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er þetta í samræmi við áform um þéttingu byggðar í efri bæ Ísafjarðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu vegna lóðar við Hlíðarveg 50 á Ísafirði skv. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir þinglýstum eigendum við Hlíðarveg 45 og Hlíðarveg 48 á Ísafirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar við Hlíðarveg 50 á Ísafirði undir einbýlishús.

Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir mætti til fundar klukkan 10:47.

4.Hlaða og fjárhús ofan Þingeyrar. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023100003

Lögð fram umsókn dags. 26. september 2023, frá Kristni Jónassyni f.h. dánarbús Nönnu Magnúsdóttur og Jónasar Ólafssonar, vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi undir hlöðu og fjárhús sem eru í hlíðinni fyrir ofan Þingeyri, L140892 og F212-5635. Jafnframt eru lögð fram drög að mæliblaði tæknideildar dags. 20. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fjárhús og hlöðu ofan Þingeyrar miðað við mæliblað tæknideildar dags. 20. nóvember 2023.

5.Ránargata 10 - Umsókn um lóðarleigusamning - 2018060015

Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 13. nóvember 2023 ásamt minnisblaði tæknideildar dags. 20. nóvember 2023, vegna lóðarmarka við Ránargötu 10 á Flateyri.

Á 501. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 27.júní 2018 var lagt til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Flateyrar frá 1998 vegna lóðar við Ránargötu 10 á Flateyri.
Bæjarráð, í sumarleyfi bæjarstjórnar, samþykkti tillögu nefndarinnar á fundi sínum þann 5. júlí 2018.

Nú er lagt fram mæliblað vegna skráningar fasteignar við Ránargötu 10 á Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings á grundvelli mæliblaðs tæknideildar dags. 20. nóvember 2023 vegna fasteignar við Ránargötu 10 á Flateyri.

6.Ránargata 12, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023100137

Lögð fram umsókn dags. 27. október 2023 frá þinglýstum eiganda að Ránargötu 12 á Flateyri L141197, um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað Tæknideildar dags. 13. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings á grundvelli mæliblaðs tæknideildar dags. 13. nóvember 2023 vegna fasteignar við Ránargötu 12 á Flateyri.

7.Suðurtangi, fjara í fóstur - 2023100112

Lögð fram drög að afnotasamningi vegna fjöru í fóstur við Suðurtanga ásamt mæliblaði tæknideildar dags. 20. nóvember 2023 með afmörkun svæðis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framlagt mæliblað og drög að afnotasamningi. Starfmanni nefndar falið að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

8.Sætún 7, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023110086

Lögð fram umsókn frá þinglýstum eiganda fasteignar við Sætún 7 á Ísafirði, dags. 10. nóvember 2023. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 13. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Sætún 7 á Ísafirði.

9.Túngata 19, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023110116

Lögð fram umsókn dag. 15. nóvember 2023 frá þinglýstum eiganda fasteignar við Túngötu 19 á Ísafirði L 138859, um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 20. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Túngötu 19 á Ísafirði.

10.Brimnesvegur 22, 425. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023110114

Lögð fram umsókn dags. 17. nóvember 2023, frá þinglýstum eiganda fasteignar við Brimnesveg 22 á Flateyri, sem er í dag skráð sem parhús, með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 20. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Brimnesveg 22 á Flateyri.

11.Brimnesvegur 22a, 425. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2023110115

Lögð fram umsókn dags. 17. nóvember 2023, frá þinglýstum eiganda fasteignar við Brimnesveg 22a á Flateyri, sem er í dag skráð sem parhús, með ósk um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 20. nóvember 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Brimnesveg 22a á Flateyri.

12.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129

Lagt fram minnisblað tæknideildar vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar á Suðurtanga á Ísafirði þar sem íbúðarsvæði Í1 fellur út og því verði breytt í athafna- og iðnaðarsvæði.

13.Botnsvirkjun í Dýrafirði. Tilkynning um ákvörðun um matsskyldu mál nr. 904-2023 - 2023110128

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun dags. 21. nóvember 2023 úr skipulagsgátt mál nr. 904/2023, vegna tilkynninga til ákvörðunar um matsskyldu á grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Landeigendur Botns og Dranga áforma byggingu og rekstur allt að 5 MW rennslisvirkjunar með mögulegri dægurmiðlun, sem nýtir hluta rennslis Botnsár og Drangár. Áætlað er að inntaksmannvirki og aðveituskurðir verði staðsett í allt að 450 m h.y.s. í fjarðarbotninum og þaðan liggi niðurgrafin þrýstipípa sunnan árinnar í landi Dranga um 3,5 km leið að stöðvarhúsi sem staðsett verði í um 20 m h.y.s. Stærð stöðvarhúss er áætluð allt að 150 m². Tenging virkjunarinnar yrði með jarðstreng að munna Dýrafjarðarganga.
Botnsá og Drangá eru dragár sem renna til sjávar í botni Dýrafjarðar og eiga þær upptök sín að mestu í vötnum á Glámuhálendinu.

Í umsögn um tilkynningarskyldar framkvæmdir skal koma fram eftir því sem við á, hvort umsagnaraðili telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Gögn kynnt og verða lögð fram að nýju á fundi nefndar í desember.

14.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Umræður um framvindu á endurskoðun aðalskipulags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lýsir yfir óánægju yfir hversu stutt á veg vinnan við nýtt aðalskipulag er komin síðan á vinnufundi nefndar og verktaka í september sl.

Starfsmanni nefndar er falið að krefjast skýringa og fá öll gögn sem liggja fyrir. Starfsmanni falið að vinna minnisblað í samræmi við umræður á fundinum. Málið verður á dagskrá næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 12:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?