Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
615. fundur 14. september 2023 kl. 10:30 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Lagðar fram gjaldskrár til fyrri umræðu í nefnd þ.e. gjaldskrá byggingar- og skipulagsfulltrúa ásamt gjaldskrá Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda sem og gjaldskrá skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa, fyrir árið 2024.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari greiningu á launakostnaði starfsmanna Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar til grundvallar gjaldskrár.
Gestir yfirgáfu fund klukkan 11:30.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 10:30
  • Védís Geirsdóttir - mæting: 10:30
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir - mæting: 10:30

2.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Lögð fram skipulagslýsing frá Verkís hf. dags. 1. september 2023, vegna breytinga deiliskipulaga við íbúðarsvæði og hafnarsvæði Suðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

40. gr. snýr að:
Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

3.Brekkugata 2, Þingeyri. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080052

Sigurður Guðni Guðjónsson sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings og um stækkun lóðar. Núverandi lóð er skv. fasteignamati skráð 570 fm.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við gildandi skipulag, nefndin bendir jafnframt á að lóðin stækkar úr 570 fm. í 617 fm.
Önnur atriði sem snúa að gestahúsi, er umsókn til byggingarfulltrúa.

4.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001

Guðmundur F. Sigurjónsson hjá FNF ehf. sækir um stækkun á lóð við Hlíðarveg 15 á Ísafirði, með tölvupósti frá 20. júní 2021 ásamt afstöðumynd af lóðarmörkum og viðbót sem sótt er um. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áform um byggingu bílskúrs og stækkun lóðar skv. uppdrætti frá Verkís hf. dags. 29. janúar 2019 fyrir eigendum fasteigna við Hjallaveg 2 og Hlíðarveg 17, Ísafirði.

5.Stefnisgata 8 á Suðureyri. Umsókn um lóð - 2023080097

Þórður Bragason sækir um lóðina Stefnisgata 8, Suðureyri f.h. Útgerðarfélagsins Vonin ehf ásamt lóð við Stefnisgötu 10. Samhliða er ósk um að heimila sameiningu lóða vegna byggingar á atvinnuhúsnæði til bátaviðgerða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Útgerðarfélagið Vonin ehf. fái lóð við Stefnisgötu 8, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Nefndin bendir umsækjanda á að á svæðinu er hverfisvernd í gildi og skulu mannvirki sem byggð verða taka mið af þeim kvöðum.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að heimila málsaðila breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala, í samræmi við umsókn.

6.Stefnisgata 10 á Suðureyri. Umsókn um lóð - 23080098

Þórður Bragason sækir um lóðina Stefnisgata 10, Suðureyri f.h. Útgerðarfélagsins Vonin ehf., ásamt lóð við Stefnisgötu 8. Samhliða er ósk um að heimila sameiningu lóða vegna byggingar á atvinnuhúsnæði til bátaviðgerða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Útgerðarfélagið Vonin ehf. fái lóð við Stefnisgötu 10, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Nefndin bendir umsækjanda á að á svæðinu er hverfisvernd í gildi og skulu mannvirki sem byggð verða taka mið af þeim kvöðum.
Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að heimila málsaðila breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala, í samræmi við umsókn.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ártunga 3 - Flokkur 2, - 2023080090

Lögð er fram umsókn Guðmundar Gunnars Guðnasonar f.h. Teits Magnússonar, um byggingarleyfi vegna einbýlishúss.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá SG húsum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum, þ.e. afstöðumynd sem sýnir fjarlægð mannvirkja aðliggjandi lóða áður en tekin verður afstaða vegna umsóknar.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sundstræti 34 - Flokkur 1, - 2023080023

Lögð er fram umsókn Jóhanns Birkis Helgasonar f.h Halldóru Þórðardóttur, um byggingarleyfi vegna viðbyggingar.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís ásamt skriflegu samþykki annarra þinglýstra eigenda hússins.
Óskað er eftir áliti nefndarinnar vegna viðbyggingarinnar m.t.t nálægðar við lóðarmörk annara lóða sem og bæjarlands.
Skipulags og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum, sem sýna þinglýst lóðarréttindi og afstöðu viðbyggingar.

9.Atlastaðir sumarhúsafélag - Umsókn um framkvæmdaleyfi í Fljótavík - 2023090025

Atlastaðir sumarhúsafélag kt. 4107993329 óskar eftir leyfi til að lagfæra slóða sem liggur frá lendingaraðstöðu fyrir báta við slysavarnarskýlið að Atlastöðum í Fljótavík. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að byggja brú yfir Krossalæk.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Umhverfisstofnunar m.t.t. auglýsingar um friðlandið á Hornströndum nr. 332/1985.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?