Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
613. fundur 10. ágúst 2023 kl. 10:30 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lögð fram tillaga að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, greinargerð og uppdráttur, unnin af Verkís dags. 22. maí 2023 vegna ofanflóðavarna á Flateyri. Breytingartillagan var í auglýsingu frá 9. júní 2023 til og með 21. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri, skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

2.Samkeppni um áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga - 2023070037

Á 1249. fundi bæjarráðs, þann 17. júlí 2023, var lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 14. júlí 2023, þar sem lagt er til að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Keppnin verði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 25. Óskað er umsagna menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.

Bæjarráð tók vel í hugmynd um að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Samkeppnin yrði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 2025.

Bæjarráð vísaði tillögunni til umsagnar menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar. Í kjölfar þess myndi bæjarstjóri útfæra hugmyndasamkeppni og leggja fram áætlun um kostnað, forsendur, tímasetningar og önnur skipulagsatriði fyrir bæjarráð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í tillöguna en áréttar að taka verði tillit til þess að ekki hefur verið tekið ákvörðun um gerð deiliskipulags á svæðinu. Nefndin bendir á að útfærsla við hönnun áningarstaðar verði byggt á mögulegum deiliskipulagsskilmálum og því verður hugmyndin unnin samhliða gerð nýs deiliskipulags.

3.Deiliskipulag Miðbær Bolungarvík - 2023070032

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Bolungarvíkurkaupstað við skipulagslýsingar unnið af "Seistudio" vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Bolungarvíkur og önnur nærliggjandi svæði. Til grundvallar liggur nýtt Aðalskipulag 2020-2032 fyrir sveitarfélagið, unnið af Verkís hf.

Umsagnarfrestur er til og með 11. ágúst 2023 um skipulagsgátt.

Markmið bæjarstjórnar Bolungarvíkur er að skapa svigrúm fyrir bæinn til að vaxa og taka á móti þörfum framtíðarinnar. Mikil uppbygging í innviðum fyrir ferðaþjónustu, auk fiskeldis, hefur átt sér stað í sveitarfélaginu og er því nú, heilsteypta skipulagsáætlun fyrir þetta mikilvægasta svæði bæjarins. Auk almennrar aukningar ferðamanna, þarf miðbærinn að geta veitt þjónustu og afþreyingu fyrir sífellt vaxandi mannfjölda. Útséð er að mörg ný störf munu skapast í bæjarfélaginu næstu árin og skortur er nú þegar á leigu- og eignaríbúðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir engar athugasemdir við lýsingu á nýju deiliskipulagi miðbæjar Bolungarvíkur.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram kynning innviðaráðuneytisins, dags. 13. júlí 2023, um samráð vegna máls nr. 131/2023, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu".
Umsagnarfrestur er til og með 07. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram drög grænbókar um landsskipulagsstefnu, jafnframt lögð fram stöðumat og valkostir vegna grænbókar um skipulagsmál.
Umsagnarfrestur er til og með 24. ágúst 2023.

Innviðaráðherra hyggst á komandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Endurskoðunin er unnin með hliðsjón af gildandi landsskipulagsstefnu, áherslum innviðaráðherra og samráði við sveitarfélög, íbúa sveitarfélaga þ.m.t. ungt fólk, ráðuneyti og aðra hagaðila. Þá er horft til stefna sem fyrirliggjandi eru í öðrum áætlunum stjórnvalda sem áhrif hafa á þróun byggðar og landnýtingu. Grænbók um skipulagsmál er ætlað að veita upplýsingar um núverandi stöðu landsskipulagsstefnu. Leitast er við að svara því hvernig gildandi landsskipulagsstefna hefur reynst og hverjar eru helstu áskoranir til næstu fimmtán ára. Sett er fram tillaga að framtíðarsýn og drög að áherslum
Lagt fram til kynningar.

6.Hafnarstræti 5, 400. Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -flokkur 1 - 2023040072

Lögð fram athugasemd dags. 28. júní 2023, sem barst vegna grenndarkynningar byggingaráforma við Hafnarstræti 5 á Ísafirði. Athugasemdin snýr að skerðingu útsýnis eiganda við Hafnarstræti 8 á Ísafirði.

Jafnframt er lagt fram samþykki dags. 6. júní 2023 frá þinglýstum eigendum Hafnarstrætis 7 á Ísafirði.
Einnig er lagt fram álit Minjastofnunar dags. 15. júní 2023 þar sem stofnunin heimilar fyrirhugaðar breytingar á Hafnarstræti 5, Ísafirði.

Grenndarkynning fór fram skv. 44.gr. skipulagslaga 123/2010, frá 7. júní til og með 5. júlí 2023 og var kynnt fyrir íbúum við Hafnarstræti 6 og Hafnarstræti 8, húseigendum við Hafnarstræti 7 og stjórn húsfélagsins við Hafnarstræti 1, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur ekki undir athugasemd sem barst frá einum eiganda Hafnarstrætis 8 á Ísafirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

7.Ísafjarðarflugvöllur L139003, lóðarmál. - 2023060033

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Jakobsdóttur Framkvæmdastjóri Isavia, dags. 23. júní 2023 með fyrirspurn um kostnaðarþátttöku Ísafjarðarbæjar við mælingar og gerð lóðarblaða við Ísafjarðarflugvöll.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi inn í bæjarráð.

8.Stefnisgata 6, Suðureyri. Umsókn um lóð undir atvinnuhús - 2023070096

Lögð fram umsókn dags. 28. júlí 2023 frá Nostalgíu ehf. um lóðina Stefnisgötu 6 á Suðureyri undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt er lagt fram mæliblað Tæknideildar dags. 10. desember 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur starfsmanni að ræða við umsækjendur þar sem fleiri en einn umsækjandi sótti um lóðina við Stefnisgötu 6.

9.Stefnisgata 8, Suðureyri. Umsókn um lóð undir atvinnuhús - 2023070097

Lögð fram umsókn dags. 28. júlí 2023 frá Nostalgíu ehf. um lóðina Stefnisgötu 8 á Suðureyri undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt er lagt fram mæliblað Tæknideildar dags. 10. desember 2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur starfsmanni að ræða við umsækjanda þar sem umsóknin tengist umsókn um lóðina við Stefnisgötu 6.

10.Stefnisgata 6 og Smiðjustígur 2, Suðureyri. Umsókn um lóðir - 2023070098

Lögð fram umsókn sem barst með tölvupósti dags. 28. júlí 2023 frá KÓA arkitektum fyrir hönd Mýrartúns ehf kt. 470705-0350 þar sem er óskað eftir að fá úthlutað lóðunum við Smiðjustíg 2 og Stefnisgötu 6 Suðureyri. Jafnframt eru lögð fram mæliblöð Tæknideildar dags. 10. desember 2019.

Jafnframt er óskað eftir því að fá að sameina lóðirnar. Sameinuð lóð yrði þá Smiðjustígur 2. Megin ástæða fyrir sameiningu lóðannar er að skapa rými fyrir þjónustu/íbúðarbyggingu.

Landnotkun við Smiðjustíg 2 yrði þá óbreytt, þar sem gert er ráð fyrir blandaðri starfsemi, þar sem áform eru um veitinga-, afþreyingar- og gistirekstur í húsinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur starfsmanni að ræða við umsækjendur þar sem fleiri en einn umsækjandi sótti um lóðina við Stefnisgötu 6.

11.Hjallavegur 27, 430. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023060128

Lögð fram umsókn dags. 22. júní 2023 um endurnýjun á lóðarleigusamningi undir Hjallaveg 27 á Suðureyri L141336. Jafnframt lagt fram mæliblað Tæknideildar með tillögu að nýjum lóðarmörkum dags. 25. júlí 2023 þar sem lóð stækkar frá 500 fm skv. fyrri skráningu upp í 674,6 fm.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun á lóðarleigusamningi við Hjallaveg 27 á Suðureyri.

12.Hlíðarvegur 15, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2023080001

Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi F. Sigurjónssyni f.h. FnF ehf. eiganda við Hlíðarveg 15 á Ísafirði þar sem kemur fram ósk um stækkun lóðar inn á óbyggt svæði fyrir ofan, við Hjallaveg. Umrætt svæði nær inn á skilgreint svæði B, vegna ofanflóðahættu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum.

13.Seljaland 15, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi fyrir rútustæði - 2023080009

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi dags. 17. júlí 2023 frá Þór Ólafi Helgasyni f.h. fyrirtækisins Roadrunner ehf. vegna rútustæðis til bráðabirgða, norðan við Seljaland 15 á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu með vísan í 4. mgr. 21. gr. lögreglusamþykktar Ísafjarðarbæjar "Vörubifreiðum sem eru 5 tonn að leyfðri heildarþyngd eða meira og fólksflutningabifreiðum
sem flytja mega 10 farþega eða fleiri má ekki leggja í íbúðahverfum, iðnaðarhverfum, á götum eða
almenningsbifreiðastæðum nema þau séu til þess ætluð". Eins er vísað í Reglur Ísafjarðarbæjar um útgáfu stöðuleyfa.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 12:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?