Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
611. fundur 22. júní 2023 kl. 10:30 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Jónas Ingi Pétursson og Högni Gunnar Pétursson mæta til fundar við skipulags- og mannvirkjanefnd.

1.Umsókn um lóð við Sundabakka - 2022090020

Fulltrúar Þryms hf, vélsmiðju, mæta til að kynna fyrir nefndinni fyrirætlanir um uppbyggingu á lóð sem fyrirtækið hefur sótt um við Sundabakka á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindinu til kynningar í bæjarráði.
Jónas Ingi Pétursson og Högni Gunnar Pétursson yfirgáfu fund kl. 11:14.

Gestir

  • Högni Gunnar Pétursson - mæting: 10:30
  • Jónas Ingi Pétursson - mæting: 10:30

2.Höfðastígur Suðureyri - Deiliskipulag - 2022120051

Á 1245. fundi bæjarráðs, þann 19. júní 2023, var lagt fram bréf Elíasar Guðmundssonar f.h. Nostalgíu ehf., dagsett 3. júní 2023, þar sem óskað er eftir breytingu á samningi við Ísafjarðarbæ, dags. 2. september 2022, um lóðir á Höfðastíg á Suðureyri, og jafnframt óskað eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni að boða fulltrúa Nostalgíu ehf. á fund nefndar.

3.Göngugata í Hafnarstræti - 2023060043

Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2023, var lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 9. júní 2023, varðandi tilraunaverkefni um að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum þar sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum.

Bæjarráði hugnast best hugmyndir um göngugötu um Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg, milli kl. 9 og 15, miðað við 5000 manna farþegadaga, að teknu tilliti til akstursheimildar vegna vörulosunar og aksturs fatlaðra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga samráð við verslunareigendur í miðbænum vegna málsins. Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur verkefnið áhugavert og leggur áherslu á að skoða málið í vinnslu við nýtt deiliskipulag um miðbæ Ísafjarðar.

4.Viðbygging við áhorfendastúku. Umsókn um byggingarleyfi - 2019080059

Lögð fram fyrirspurn dags. 26. ágúst 2019, frá Vali Richter, f.h. Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar vegna viðbyggingar við áhorfendastúku á Torfnesi vegna salerna og geymslu. Ísafjarðarbær er eigandi mannvirkis. Fylgigögn eru umsókn ásamt uppdrætti frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 26. ágúst 2019. Fyrirspurn þessi er í samræmi við uppbyggingarsamning HSV Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur framkvæmdina í samræmi við deiliskipulag og nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að sækja um byggingarleyfi fyrir hönd eignasviðs Ísafjarðarbæjar.

5.Strandgata 7_Hnífsdal. Fyrirspurn um viðbyggingu - 2023050099

Lögð er fram fyrirspurn frá Helga Hjartarsyni f.h björgunarsveitarinnar Tinda vegna viðbyggingar við hús björgunarsveitarinnar að Strandgötu 7 í Hnífsdal.
Jafnframt er lagt fram skriflegt samþykki eigenda Strandgötu 7A og 7B vegna framkvæmdanna.

Málið var tekið fyrir á 66. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. júní 2023. Erindinu er vísað til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd vegna framkvæmdanna, því að ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfmanni að óska eftir áliti Veðurstofu Íslands.

6.Brekkugata 46, 470. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023060048

Lögð fram um umsókn dags. 9. júní 2023, frá Sigurði Þ. Gunnarssyni, þinglýstum eiganda fasteignarinnar við Brekkugötu 46 á Þingeyri, um endurnýjun á lóðarleigusamningi.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 20. júní 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Brekkugötu 46 á Þingeyri miðað við framlagt mæliblað tæknideildar.

7.Aðalstræti 12 á Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2023060091

Lögð fram um umsókn dags. 16. júní 2023, frá þinglýstum eigendum fasteignarinnar við Aðalstræti 12 á Þingeyri, um endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar frá 20. júní 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi undir Aðalstræti 12 á Þingeyri í samræmi við gildandi deiliskipulag við Tjarnarreit.

8.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 65 - 2305008F

Lögð fram fundargerð 65. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 11. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 66 - 2306007F

Lögð fram fundargerð 66. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 15. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?