Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
591. fundur 29. ágúst 2022 kl. 12:30 - 13:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Með vísan í I. mgr. 35. gr. skipulagslaga 123/2010 þarf sveitastjórn í framhaldi af sveitastjórnarkosningum að taka afstöðu til endurskoðunar aðalskipulags.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila áframhald af þeirri vinnu sem hófst síðasta kjörtímabil, vegna heildarendurskoðunar Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir minnisblaði um stöðu endurskoðunar aðalskipulagsins.

2.Hlíðarvegur 2, Ísafirði. Fyrirspurn vegna viðbyggingar - 2022080040

Lögð fram fyrirspurn frá Jóni G. Magnússyni fyrir hönd lóðarhafa við Hlíðarveg 2,400 Ísafirði. Lóðarhafi óskar eftir að byggja við hús sitt og er óskað eftir afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndir á byggingaráformunum. Ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og kallar eftir aðaluppdráttum til grenndarkynningar.

Nefndin telur Hlíðarveg 2 vera einkennandi fyrir götumynd og yfirbragð hverfisins og beinir því til umsækjanda að horft verði til þess við hönnun mannvirkisins, bæði hvað varðar útlit og efnisval.

3.Ból Ísafjarðarbæ - Umsókn um byggingarheimild vegna geymslubyggingar - 2022070036

Jón Grétar Magnússon, fh. Fjallabóls ehf. óskar eftir heimild og efnislegri meðferð á deiliskipulagsgerð á Bóli í Önundarfirði. Lögð er fram skipulagslýsing, unnin af M11 arkitektum dags. í ágúst 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 10.000 tonn - 2017080006

Lagður fram tölvupóstur frá Steinari Rafn Beck Baldurssyni hjá Umhverfisstofnun, dags. 22. ágúst 2022 þar sem er tilkynnt um ákvörðun UST um að gefa út breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Dýrafirði. Breytingin felur í sér heimild til notkunar ásætuvarna. Einnig voru gerðar breytingar og uppfærslur á leyfinu til samræmis við nýjustu leyfi sem gefin eru út af stofnuninni, allar breytingar má sjá í hornklofum í leyfinu.

Tillaga að breyttu leyfi var auglýst á tímabilinu 24. júní 2022 til og með 25. júlí 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um nýja skábraut undir björgunarskip við Flateyrarhöfn - 2022040032

Lagður fram tölvupóstur frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðarhafna, dags. 18. ágúst 2022 þar sem er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð skábrautar á Flateyrarodda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar framkvæmd og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?