Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
569. fundur 27. október 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hönnun og bygging slökkviliðsstöðvar í Ísafjarðarbæ - 2020020015

Lögð fram frumdrög að staðarvalsgreiningu fyrir slökkvistöð á Ísafirði. Erla Bryndís Kristjánsdóttir, skipulagsráðgjafi hjá Verkís ehf. mætir til fundar um fjarfundarbúnað.
Lagt fram til kynningar.
Sigurður Jónsson, slökkviliðsstjóri mætti til fundar klukkan 8:15 og yfirgaf fundinn 9:25.

2.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lögð fram skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í júlí 2021, um frumathugun Hjúkrunarheimilisins Eyrar, fjórða áfanga.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd á 1161. fundi sínum þann 12. júlí 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar á framangreindum drögum.

3.Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Reykhólahrepps - 2017120007

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi hjá Reykhólahreppi, óskar eftir umsögn um vinnslutillögu Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033. Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð, á fimm skipulagsuppdráttum á þremur kortablöðum og þremur þemauppdráttum, auk umhverfismatsskýrslu. Gögnin eru aðgengileg á vefnum skipulagreykholahrepps.com. Þar má jafnframt finna frekari upplýsingar um verkefnið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við framkomin gögn.

4.Selakirkjuból 2-4 L141050. Umsókn um uppskipti lands, Ból 2 - 2021100088

Kristján Óskar Ásvaldsson í umboði Fjallabóls ehf. sækir um uppskipti og stofnun lóðar í landi Seljakirkjubóls 2-4. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn F-550 ásamt samþykki landeiganda og hnitsettur uppdráttur dags. 15. október 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu lands.

5.Selakirkjuból 2-4, Breiðadal Neðri 4 og Breiðadal 2 -Innsta Bæ. Skipulagslýsing fyrir 9 ný sumarhús - 2021100018

Landeigendur áforma byggingu frístundahúsa á jörðunum Selakirkjubóli 2-4 (L141050), Breiðadal Neðri 4 (L141041) og Breiðadal 2 Innsta Bæ (L141038) í Önundarfirði. Gert er ráð fyrir allt að þremur frístundahúsum á hverri jörð, samtals níu hús. Áformin skiptast á tvö deiliskipulagssvæði, annars vegar fyrir Selakirkjuból 2-4 og hinsvegar fyrir Breiðadal Neðri 4 og Breiðadal 2 Innsta Bæ. Landeigendur hafa tekið saman skipulagslýsingu fyrir hvort svæði fyrir sig í samræmi við 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samráð verði haft við Veðurstofuna (kafli 2.4) við gerð skipulagsins.

Hugmyndin var að svæðin yrðu ekki tekin úr landbúnaðarnotum, heldur að þau byggðu á 3ja húsa reglunni fyrir landbúnaðarsvæði á hverri jörð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að skipulagslýsing verði auglýst skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Breiðadalur - Tengivirki - 2021010004

Lögð fram deiliskipulagstillaga sem Verkís ehf. vann fyrir Landsnet, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýtt yfirbyggt tengivirki á lóð 1, í landi Veðrarár-Ytri L141031. Áformin samræmast núgildandi aðalskipulagi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Ennfremur er markmiðið að gera umhverfið snyrtilegt vegna sýnileika svæðisisns. Fylgigögn eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð frá október 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Hafnarstræti 21, Þingeyri - Umsókn um stækkun byggingarreits - 2021100098

Viðar Magnússon sækir um stækkun byggingarreits á lóðinni Hafnarstræti 21, Þingeyri. Útveggir fyrirhugaðar byggingar myndu þá marka nýjan byggingarreit.
Óskað er eftir því að á umsóknina verði litið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi. Til vara er óskað eftir því að fyrirhuguð bygging fái að standa utan þess byggingarreits sem nú er skráður.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?