Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
560. fundur 12. maí 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021 - 2021010023

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 23. apríl 2021, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí.

Bæjarráð vísaði málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar á 1150. fundi sínum þann 26. apríl 2021.
Lagt fram.
Nefndin bendir á að umsagnafrestur er liðinn.

2.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar dagsett 3. maí sl., um matsskyldu vegna áforma um eldi á regnbogasilungi samhliða eða í staðinn fyrir laxeldi í sjókvíum Háafells í Ísafjarðardjúpi, þar sem hámarkslífmassi væri allt að 6.800 tonn.
Lagt fram.

3.Grjótvörn til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - 2020110080

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 11. maí 2021, vegna mögulegra framkvæmda og nýtingu efnis vegna uppdælingar við Sundabakka.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breytingin felur í sér tilfærslu á sjóvarnargarði meðfram Fjarðarstærti út í Krók vegna mögulegrar nýtingar á umframefni vegna uppdælingar við Sundabakka, sbr. minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasvið frá febrúar. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að heimila viðauka við fjárhagsáætlun vegna verksins.

4.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Lagður er fram tölvupóstur frá Sigurði Hlöðverssyni dags. 2. apríl 2021, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi f.h. Framkævæmdasýslu Ríkisins vegna uppsetningar á snjóflóðagrindum á Eyrarfjalli ofan Flateyrar. Fylgigögn eru uppdrættir nr. U61.06.110, U61.06.111 og U61.06.112 um er að ræða yfirlitsmynd, uppdrátt sem sýnir staðsetningu grinda og afhendingarstað og útboðslýsing.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum er varðar framkvæmd í umhverfi vatnsverndarsvæðis og að þau komi fram í útboðslýsingu. Þá kallar nefndin eftir frekari gögnum sbr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi 772/2012.

5.Þjónustu- og öryggisstig á Flateyrarvegi - 2021050030

Lagt fram til kynningar erndi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 4. maí 2021, vegna þjónustu- og öryggisstigs á Flateyrarvegi, m.a. út frá möguleikum á atvinnuuppbyggingu á Flateyri. Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Vegagerðarinnar, dags. 29. apríl 2021, vegna tillagna um aðgerðir sem talið er að séu til þess fallnar að bæta öryggi og auka þjónustustig á Flateyrarvegi.
Lagt fram.

6.Breiðadalur - smávikjun neðan Breiðadalsvirkjunar - 2021010046

M11 teiknistofa f.h. Orkuvinnslunar ehf leggur fram uppdrátt með greinargerð fyrir deiliskipulag Breiðadalsvirkjunar II, dags 20. apríl 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á deiliskipulaginu skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

7.Önundafjörður - gönguleiðir Klofningsdalur Þorfinnur - 2021050039

Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri á Flateyri sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu á tveimur gönguleiðum í Önundarfirði, hjóla- og gönguleið um Klofningsdal - Eyrarfjall og aðra á fjallið Þorfinn. Fylgigögn eru umsókn í tölvupósti, dags. 19. apríl og minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2021
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og óskar eftir formlegri umsókn um framkvæmdaleyfi ásamt fylgigögnum skv. 7 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi 772/2012.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðin sem um ræðir óskar nefndin eftir meðmælum Skipulagsstofnunnar á framkvæmdunum ásamt umsögnum Veðurstofu, Umhverfisstofnunnar, Minjastofnunnar, Hverfisráðs Önundarfjarðar og umhverfis- og framkvæmdanefndar Ísafjarðarbæjar.

8.Kirkjuból, Korpudal_Umsókn um byggingarleyfi, virkjun - 2021020062

Lögð fram hönnunargögn vegna framkvæmdaleyfis fyrir byggingu smávirkjunar á Kirkjubóli, Korpudal.
Fylgigögn eru afstöðumynd, grunnmynd, útlit, snið og skráningtafla, dags. 17.12.2020, greinargerð, ódagsett og umsókn um framkvæmdarleyfi, ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir smávirkjun í landi Kirkjubóls í Korpudal skv. skipulagslögum 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi 772/2012.

9.Suðurtangi 2 - ástand lóðar - 2021040090

Lagt fram bréf Ólafs Guðsteins Kristjánssonar f.h. eigenda Suðurtanga 2, Ísafirði, dags. 26. apríl 2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum um eignarhald á plani fyrir framan Suðurtanga 2, og sé það í eigu Ísafjarðarbæjar er óskað eftir því að svæðið verði lagfært sem fyrst.

Á 1151. fundi bæjarráðs, þann 3. maí 2021, var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að fyrirhugaðar eru úrbætur á svæðinu í samræmi við framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar.

10.Ærslabelgur - Suðureyri - 2021050010

Lagt fram erindi frá Kvenfélaginu Ársól, í tölvupósti dags. 4. maí 2021, vegna óska félagsins um staðsetningu ærslabelgs á Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja staðsetningu á ærslabelg á Suðureyri.

11.Hafnarstræti 26, Þingeyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2021040026

Hlynur Hreinsson f.h. MMV ehf. sækir um lóð undir atvinnuhúsnæði við Hafnarstræti 26 á Þingeyri. Fylgigögn eru rafræn umsókn frá 10. apríl 2021 og mæliblað Tæknideildar frá 13. apríl 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að MMV ehf. fái lóðina Hafnarstræti 26, Þingeyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

12.Fjarðargata 42, Þingeyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2021040036

Sigríður Fjóla Þórðardóttir, f.h. dánarbús Þórðar Sigurðssonar, sækir um gerð á lóðarleigusamningi undir fasteignina Fjarðargötu 42 á Þingeyri, fnr. 212-5530 L140801. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dag. 9. apríl 2021 og mæliblað tæknideildar dags. 14. apríl 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila gerð lóðarleigusamnings fyrir Fjarðargötu 42, Þingeyri.

13.Seljalandsdalur, útilistaverk. Lendingarstaður fyrir geimskip - 2020040007

Lögð er fram afstöðumynd af útilistaverkinu „Lendingastaður fyrir geimskip“ dags. 8. apríl 2021. Óskað er eftir samþykki nefndarinnar fyrir staðsetningu verksins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila gerð samnings um lóð í fóstur undir útilistaverkið „Lendingastaður fyrir geimskip“ við Skíðheima skv. meðfylgjandi afstöðumynd.

14.Daltunga 8, 400. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2021040072

Ævar Valgeirsson sækir um lóðina Daltungu 8 á Ísafirði. Fylgigagn er umsókn sem barst rafrænt 17. apríl 2021 ásamt loftmynd með lóðaafmörkun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ævar Valgeirsson fái lóðina við Daltungu 8, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

15.Sindragata 1, 400. Umsókn um stöðuleyfi gáma fyrir fatasöfnun RKÍ - 2021040081

G. Dagný Einarsdóttir, formaður Ísafjarðardeildar Rauða krossins á Ísafirði, sækir um stöðuleyfi fyrir söfnunargámum og 20 feta gámi við húsnæði Kampa við Sundstræti, inni á lóðinni Sindragötu 1. Meðfylgjandi er umsókn dags. 27. apríl 2021 ásamt skýringarmyndum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi í samræmi við umsókn. Þó vill nefndin benda á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn og er umsækjandi hvattur til þess að leita varanlegra lausna.

16.Lóð í fóstur - Njarðarsund - Suðurgara - Mjósund - 2021050038

Harpa Guðmundsdóttir f.h. Vesturafls og Fjölsmiðjunnar sækir um lóð í fóstur við Suðurgötu, Ísafirði. Um er að ræða boltavöll og tún sem ætlað er að gera tímabundið að opnu leik- og dvalarsvæði sumarið 2021, sbr. Torg í biðstöðu í Reykjavík. Verkefnið verður unnið af starfsmönnum og skjólstæðingum Vesturafls og Fjölsmiðjunnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í hugmyndina og felur skipulagsfulltrúa að vinna hana áfram með Vesturafli og Fjölsmiðjunni.
Lína Björg Tryggvadóttir vék af fundi 09:45

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?