Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
549. fundur 09. desember 2020 kl. 08:15 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Tjarnarreitur á Þingeyri í deiliskipulagi - 2020110077

Lagt fram bréf Valdimars Elíassonar, formanns sóknarnefndar Þingeyrarsóknar, dags. 19. nóvember 2020, þar sem óskað er stækkunar á kirkjugarði Þingeyrarkirkju.

Á 1132. fundi bæjarráðs, þann 30. nóvember 2020, var málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fylgiskjöl:

2.Grjótvörn til norður frá Norðurtanga í Skutulsfirði - 2020110080

Lagður fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, dags. 27. nóvember 2020, þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki að umhverfis- og eignasviði verði falið að kanna fýsileika þess að gera grjótvörn til norðurs frá Norðurtanga eða aðrar sambærilegar lausnir sem gætu leitt til þess að land myndist norðan Fjarðastrætis. Samhliða því yrði kannaður fýsileiki þess að koma fyrir landfyllingu á sama svæði þ.e. frá Krók að Norðurtanga á aðalskipulagi Ísfjarðarbæjar sem nú er í vinnslu.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við ráðgjafa.

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Skipulags- og mannvirkjanefnd vinnur stefnumótun fyrir Aðalsskipulag 2020-2032.
Mál sem viðkoma nefndinni eru:
Byggð og byggðaþróun
Samgöngur
Opin svæði og grænar tengingar
Veitur
Skipulagsfulltrúa gert að móta tillögur í samráði við Arkís.

4.Gámar og lausafjármunir 2019, stöðuleyfi - 2019090029

Elías Jónatansson hjá Orkubúi Vestfjarða ohf. sækir stöðuleyfi fyrir gámarafstöð að Grundarstíg 16, Flateyri. Fylgiskjal er undirrituð umsókn sem barst 4. sept. sl.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi til eins árs.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?