Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
548. fundur 25. nóvember 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Hóll á Hvilftarströnd. Bygging á íbúðarhúsi og rafstöð á lögbýli - 2020050055

Birkir Þór Guðmundsson sendir inn tilkynningu f.h. landeigenda Hóls á Hvilftarströnd vegna smávirkjunar skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifa. Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. viðauka 1, lið 3.23. Skipulags- og mannvirkjanefnd skal taka afstöðu hvort að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum með hliðsjón af viðauka 2 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

2.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029

Lagður er fram uppdráttur að aðalskipulagsbreytingu ásamt greinargerð, unninn af Verkís, dags. 22.10.2020
Breytingin felur í sér breytta legu göngustígs við Sundstræti ásamt breyttum skilmálum reits Í5 við Norðurtanga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar skv. II. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Sundstræti 36, eignarland og lóðarmál - 2020100045

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, unnin af Verkís ehf., dags. 19.11.2020. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar, dags. 16.10.1997 og felur í sér uppskiptingu eignarlóðar og breytingu á leigulóð í eigu Ísafjarðarbæjar, sem fylgt hefur húsinu Sundstræti 36.
Skipulags- og mannvirkjanefnd kallar eftir frekari gögnum.

4.Sundstræti göngustígur - Skipulag - 2019080029

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, unnið af Verkís ehf, dags. 22.10.2020. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar, dags. 16.10.1997 og felur í sér lagningu gögngustígs, austan við fjölbýlishús við Sundstræti, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.

5.Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Traðar, Önundarfirði - 2020100105

Sigríður Anna Ellerup hjá Direkta lögfræðiþjónustu f.h. Vegagerðarinnar, sækir um stofnun vegsvæðis í landi Traðar L141023 í Önundarfirði. Fylgigögn er samþykki landeiganda með umsókn frá 31. ágúst 2020, hnitsettur uppdráttur frá 30. júní 2020 og uppdráttur af vegsvæði unninn af Eflu 22. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu lands og stofnun vegsvæðis í landi Traðar í Önundafirði.

6.Kirkjuból Korpudalur Snjóflóðavarnir - 2020100098

Páll Stefánsson óskar eftir að Ísafjarðarbær taki þátt í að byggja snjóflóðavarnir fyrir ofan bæinn Kirkjuból í Korpudal.
Fylgigögn eru:
Tölvupóstur, dags. 25.10.2020.
Myndir sem fylgdu í tölvupósti, dags. 20.10.2020.
Bréf sent til Ísafjarðarbæjar, dags. 29.07.2015.
Málinu frestað.

7.Ósk um deiliskipulagsbreytingu - Hafnarbakki 3, Flateyri - 2018100008

Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Hafnarbakka 3, Flateyri, unnin af Verkís ehf. Breytinginn snýr að stækkun á byggingarreit fyrir væntanlega viðbyggingu. Nýtingarhlutfall fer úr 0,26 upp í 0,6 þar sem hámarksnýtingarhlutfall verður 704 fm. Fylgiskjöl eru erindisbréf dags. 25. sept. 2018 og deiliskipulagstillaga frá 10. des. 2018.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.

8.Skólagata 8-10 og A stígur 1. Breyting á deiliskipulagi Suðureyrarmala - 2020100092

Lagður er fram deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð, unnið af Verkís ehf, dags. Breytingin felur í sér að landnotkun Skólagötu 8,10 er breytt úr íbúðarlóðum í lóðir fyrir blandaða starfsemi.
Eins eru lóðirnar, ásamt lóð við A-stíg 1, sameinaðar í eina og einn byggingareitur er á nýju lóðinni. Byggingamagn á reitnum breytist ekki.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila sameiningu lóða og málsmeðferð skv. 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
Nefndin telur að um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

9.Hraunskirkja í Keldudal. Yfirlýsing yfir eignarhald og lóðarmörk - 2020110054

Marvin Ívarsson hjá Ríkiseignum óskar eftir staðfestingu Ísafjarðarbæjar um eignarhald og lóðarmörk fyrir L140636 -Hraunskirkju í Keldudal, Dýrafirði.
Fylgiskjal er yfirlýsing landeigenda Hraunsjarðarinnar og hnitsettur uppdráttur frá 4. maí 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að staðfesta hnitsettan uppdrátt undir Hraunskirkju, Keldudal í Dýrafirði.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Á 1131. fundi bæjarráðs var máli þessu vísað til nefndarinnar.
Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar varðandi frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010.
Fylgiskjöl eru tölvupóstur Kormáks Axelssonar, frá nefndarsviði Alþingis, dags. 18.11.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu þessa.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?