Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
547. fundur 11. nóvember 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Skipulags- og umhverfismatsdagurinn 2020 -rými fyrir mannlíf og samtal - 2020110024

Kynntur tölvupóstur frá Skipulagsstofnun vegna skipulags- og umhverfismatsdagsins 2020 sem verður haldinn 13. nóvember 2020, á vefnum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: "Rými fyrir mannlíf og samtal." Er þar annars vegar vísað til hins eiginlega umhverfis, bæði hins byggða og náttúrulega, sem mótar umgjörð um okkar daglega líf. Hins vegar er vísað til rýmisins sem við höfum búið okkur til í tíma og rúmi fyrir samtal um mótun byggðar og umhverfis.
Lagt fram til kynningar.

2.Flateyraroddi - endurgerð deiliskipulags - 2020100066

Skipulagsfulltrúi leggur til við skipulags- og mannvirkjanefnd að heimila vinnu á endurbótum og uppfærslu á deiliskipulagi Flateyrarodda á Flateyri.
Fylgigögn eru deiliskipulag svæðisins frá 15.06.1999 og
breyting á deiliskipulagi Flateyrarodda, sem tók gildi 19.09.2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurbætur og uppfærslu á deiliskipulagi Flateyrarodda.

3.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri - 2019050058

Pálmar Kristmundsson leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir "Sólsetrið".
Óskað eftir heimild til að hefja auglýsingaferli deiliskipulagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga og greinargerð fyrir Sólsetrið, Þingeyri, dags. 28.07.2020 verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga 123/2010.

4.Mjallargata 5, Ísafirði. Höfnun á nýju stöðuleyfi gáms, kært til Úua - 2020110020

Eigandi að Mjallargötu 5, á Ísafirði hefur kært niðurstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar um höfnun á nýju stöðuleyfi gáms á lóðinni. Fylgiskjöl eru undirritað kærubréf dags. 5. nóv 2020, ósk um endurupptöku máls frá 25. sept. sl. og umsókn um gámaleyfi frá 30. júlí sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Dagverðardalur 7. Umsókn um frístundahúsalóð - 2020050069

Á 546. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 28. október 2020 lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila úthlutun lóðar nr. 7 í Dagverðardal til umsækjandans Marzellíusar Sveinbjörnssonar, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar á 464. fundi sínum þann 5. nóvember 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar úthlutunum á lóðum í Dagverðardal þar til nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.

6.Dagverðardalur 7 - umsókn um lóð - 2020110011

Hermann G. Hermannsson, kt. 290668-5739, sækir um lóð 7 í Dagverðardal.
Fylgigögn eru umsókn um lóð, dags. 03.11.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar úthlutunum á lóðum í Dagverðardal þar til nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.

7.Glamping Flateyri - Vilyrði fyrir notkun á landi Ísafjarðarbæjar í Önundarfirði - 2020100011

Á 546. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 28. október s.l. var lagður fram tölvupóstur Helenu Jónsdóttur, verkefnastjóra á Flateyri, f.h. Dýrleifar Ýrar Örlygsdóttur og Þórunnar Ásdísar Óskarsdóttur, dags. 28. september 2020, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir notkun á landi Ísafjarðarbæjar í Önundarfirði fyrir „Glamping“. Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir frekari gögnum sem bárust 9. nóvember s.l. Fylgigögn eru tölvupóstar frá 9. nóvember með greinargerð verkefnisins og afmörkun á landi, fyrir ofan Tankinn og Sólbakka 6, Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar málinu til umsagnar í hverfisráði Flateyrar.

8.Skúr í brekku í fóstur, Suðureyri - 2020100064

Sigurjón A. Guðmundsson sækir um að fóstra leifar af skúrbyggingu í brekku fyrir ofan heimilið sitt við Aðalgötu 47 á Suðureyri. Fylgigögn er greinargerð og ljósmyndir frá 14. október 2020
Skipulagsfulltrúa gert að vinna samning um lóð í fóstur.

9.Aðalgata 26, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020090079

Finnbogi Sveinbjörnsson f.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina Aðalgötu 26, Suðureyri. Fylgiskjöl er undirrituð umsókn dags. 18.09.2020, mæliblað Tæknideildar dags. 9.10.2020 og umboð Verkalýðsfélags Vestfjarða dags. 18.09.2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 26, Suðureyri.

10.Sætún 1, 400. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2020090104

Helga Gunnarsdóttir sækir um gerð lóðarleigusamnings undir fasteignina að Sætúni 1, Ísafirði. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn dags. 2. október 2020 og mæliblað Tæknideildar dags. 7. október 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Sætún 1, Ísafirði.

11.Hlíðarvegur 40, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100008

Sveinfríður Högnadóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamning undir fasteignina að Hlíðarvegi 40, Ísafirði. Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 1. október 2020 og mæliblað Tæknideildar frá 7. október 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Hlíðarvegi 40, Ísafirði.

12.Brekkugata 40, 470. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100062

Hulda Friðbertsdóttir eigandi fasteignarinnar að Brekkugötu 40, Þingeyri, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 14. október 2020 og mæliblað Tæknideildar frá 16. október 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 40, Þingeyri.

13.Brekkugata 1, 470. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100063

Arnfríður Sigurðardóttir f.h. eiganda fasteignarinnar að Brekkugötu 1, Þingeyri, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 15. október 2020 og mæliblað Tæknideildar frá 16. október 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 1, Þingeyri.

14.Engjavegur 8, 400. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2020100071

Ragnheiður Guðbjartsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina að Engjavegi 8, Ísafirði. Fylgiskjöl er undirrituð umsókn frá 19. okt. 2020 og mæliblað Tæknideildar frá 9. nóv. 2020
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Engjaveg 8, Ísafirði.

15.Hóll á Hvilftarströnd. Bygging á íbúðarhúsi og rafstöð á lögbýli - 2020050055

Bæjarráð vísaði erindi Kristínar Bjargar Albertsdóttur, dags. 30. október 2020, til skipulags- og mannvirkjanefndar, um beiðni um heimild til að mega hefja framkvæmdir á grundvelli meðfylgjandi skipulagsuppdráttar samkvæmt greinargerð og umhverfisskýrslu sem fram kemur á uppdrættinum, að undangenginni grenndarkynningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur, vegna umfangs og eðlis framkvæmdar, að fara þurfi í deiliskipulagsvinnu á jörðinni Hóli. Nefndin vísar þannig til fyrri ákvörðunar varðandi Hól á Hvilftarströnd og vísar einnig til álits Skipulagsstofnunnar varðandi málið.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?