Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
537. fundur 15. apríl 2020 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Heiða Hrund Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagður fram tölvupóstur Hjartar Methúsalemssonar, f.h. Matvælastofnunar, dagsettur 27. mars sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar Arctic Sea Farm hf. um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi í Dýrafirði.
Erindið var tekið fyrir á 1100. fundi bæjarráðs þann 30. mars sl., þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd var falið að veita umbeðna umsögn um fiskeldi vegna sjókvíaeldis í Dýrafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.

2.Hönnun og bygging slökkviliðsstöðvar í Ísafjarðarbæ - 2020020015

Lögð fram þarfagreining frá Sigurði A. Jónssyni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar um nýja slökkvistöð og ósk um að farið verði af stað í frumhönnun. Fylgigögn er erindisbréf og teikningasett á sambærilegu húsi Slökkviliðs Norðurþings.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir styrk- og veikleikagreiningu á staðarvali fyrir nýja slökkvistöð. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við hugsanlega samstarfsaðila.

3.Stefnisgata 6, 8 og 10. Ósk um deiliskipulagsbreytingu á Suðureyrarmölum - 2019120038

Lagðar fram útlitsteikningar að iðnaðarhúsi sem fyrirhugað er að reisa við Stefnisgötu 6,8 og 10 á Suðureyri. Umsækjandi er Sigmundur Heiðar Árnason skv. umsókn dags 25. nóv. 2019 þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu vegna sameiningu lóðanna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki tekið afstöðu til erindis út frá meðfylgjandi gögnum og óskar eftir ítarlegri lýsingu á starfsemi og fyrirkomulagi á lóð. Nefndin bendir á að breyting á deiliskipulagi kallar á aðalskipulagsbreytingu samhliða.

4.Rofavörn, Pollgata - 2020020004

Lagt fram minnisblað Vegagerðar dags. 21. maí 2014, minniblaðið er unnið af hálfu Siglingasviðs, vegna sjóvarnar við Pollgötu, Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir samvinnu og samráð við Vegagerð vegna tilfærslu á sjóvörn við Pollgötu, nefndin leggur áherslu á mikilvægi hönnunar vegna tengingar eyrarinnar við Pollinn.

5.Tungubraut, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna raðhúsalóða - 2020030055

Fyrir hönd Hrafnshóls ehf., sækir Friðrik Friðriksson um deiliskipulagsbreytingu vegna Tungubrautar 2-10, Ísafirði.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags.14.04.2020 og uppdráttur frá Studio F dags. 12.03.2020
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við framkvæmdaraðila.

6.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Jón Grétar Magnússon f.h. Arctic Protein ehf. sækir um lóð við Hafnarstræti, hafnarsvæðinu á Þingeyri, undir meltubirgðatank sem er safnað úr laxeldiskvíum. Til vara er sótt um á geymslusvæði við Sjávargötu 4. Bæði svæðin eru á hafnarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Fylgigögn eru umsókn í tölvupósti dags 6. apríl 2020 og skýringaruppdrættir dags. 5. apríl 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar umsókn til hafnarstjórnar.

7.Suðurtangi 14, nýbygging. Ósk um dsk-breytingu vegna hærri byggingar - 2020040016

Mannvit fyrir hönd Hampiðjan Ísland ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga, hafnar- og iðnaðarsvæði. Sótt er um hækkun á leyfðri hámarkshæð bygginga á Suðurtanga 14 úr 8,5m í 10,5m, eða eins og hindranaflötur flugvallarins leyfir og til samræmis við hækkun á leyfilegri hámarkshæð bygginga í næsta nágrenni. Fylgiskjöl er greinargerð og uppdráttur unnið af Pálma Benediktssyni, byggingatæknifræðingi og tölvupóstur dags. 7. apríl 2020.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn Isavia.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Mávagarður A - 2020030080

Samúel Orri Stefánsson sækir um stækkun lóðar Mávagarðs A, f.h. Vestfirska Verktaka, með hliðsjón af framlögðum aðaluppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 10.03.2020
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga 123/2010 vegna stækkunar lóðar, grenndarkynna skal fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?