Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
530. fundur 27. nóvember 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Magni Hreinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068

Hjördís Þráinsdóttir, persónuverndarfulltrúi, mætir til fundar til að ræða birtingu fylgiskjala með fundargerðum.
Hjördís Þráinsdóttir mætti til fundar kl 08:15 og vék af fundi 08:30.

2.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - stækkun íbúðabyggðar - 2019110057

Jóhann Birkir Helgason, sækir um heimild til bæjaryfirvalda f.h. Sævars Óla Hjörvarssonar og Halldóru Þórðardóttur, til þess að breyta Aðalskipulagi Íasafjarðarbæjar 2008-2020.
Sótt er um heimild til þess að að breyta landnotkun á svæði milli Seljalandsvegar 78 og 84 úr opnu svæði í íbúðarsvæði.
Fylgigögn er undirrituð umsókn dags. 14.11.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á erindi, með vísan í 29. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það á ábyrgð sveitafélaga að annast vinnslu aðalskipulags. Jafnframt með vísan í lóðaúthlutunarreglur gr. 1.4 ber Ísafjarðarbæ að hafna umsóknum um lóðir á óskipulögðum svæðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjaryfirvöld að óska eftir því að endurskoðun á hættumati undir Gleiðarhjalla verði flýtt svo unnt verði að hefja skipulagsvinnu.

3.Vestri hjólreiðar - Framkvæmdaleyfi - 2019060022

Vestri hjólreiðar óska eftir lóð fyrir hjólreiðagarð. Íþrótta-og tómstundanefnd vísar málinu áfram til skipulags- og mannvirkjanefndar af fundi sínum þann 20.nóvember 2019. Fylgigögn eru erindisbréf og greinargerð dags. 13. nóvember 2019
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leggja fram drög að afnotasamningi um það svæði sem tilheyrir Ísafjarðarbæ.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 11. nóvember sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1083. fundi sínum 18. nóvember sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Láru Kristínar Traustadóttur f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsettur 4 nóvember sl., þar sem vakin er athygli á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1082. fundi sínum 11. nóvember sl., og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 22. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1080. fundi sínum 28. október sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd.

7.Hafnarstræti 9, Flateyri. Endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110014

Elísabet Dungal sækir um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Hafnarstræti 9, Flateyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 23.11.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Hafnarstræti 9, Flateyri.
Fylgiskjöl:

8.Freyjugata 1. Umsókn um lóð við A-stíg - 2019110060

Elías Guðmundsson f.h. Nostalgíu ehf. sækir um lóð fyrir íbúðarhús við Freyjugötu 1/A-stíg, Suðureyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 25.11.2019 og mæliblað tæknideildar dags. 22.11.2019.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóð við A-götu 1 skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar jafnframt eftir tillögum frá Hverfisráði Súgandafjarðar, að nafni fyrir A-götu 1.

9.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 529 var eftirfarandi erindi vísað til bæjarráðs, Lagður fram tölvupóstur frá Arkiteo dags. 30. okt. sl, f.h. Odin Skylift, þ.s. óskað er eftir lóðum vegna fyrirhugaðs kláfs upp á Gleiðarhjalla. Fylgiskjöl eru uppdrættir dags. 09.07.2019. Bæjarráð bókaði eftirfarandi: Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina, en bendir á að gæta þurfi að öryggi og umhverfissjónarmiðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum þ.e. að gerð verði betur grein fyrir umfangi og landþörf við upphafsstöð, jafnframt upplýsingar um helgunarsvæði umhverfis fyrirhugaðan kláf.

10.Austurvegur 13. Endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2019110017

Kristinn Gunnar K. Lyngmo sækir um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Austurvegi 13, fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 5. nóv. sl.
Skipulags- og mannvirkjarnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings við Austurveg 13.

11.Göngustígur frá botni Tungudals upp að Skíðaskála - framkvæmdaleyfi - 2019110056

Gísli Eiríksson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá enda núverandi stígs í Tunguskógi sem er kafli 1, á meðfylgjandi uppdrætti, upp að afleggjara að skíðaskála í Tungudal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis.

12.Göngustígur, Tungudalsbotni - framkvæmdaleyfi - 2019110055

Gísli Eiríksson sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Skógræktarfélags Ísafjarðar, vegna stígs í botni Tungudals að Tunguá þ.e. kaflar merktir 2 og 3 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Fylgigögn eru erindisbréf dags. 12. nóvenber 2019 ásamt uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar útgáfu framkvæmdaleyfis.

13.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lögð er fram tillaga að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum, frá Verkís, vegna dýpkunar Sundahafnar. Skýrslan er dagsett 21.11.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar tillögu að matsáætlun, vegna dýpkunar Sundahafnar, til meðferðar hjá Skipulagsstofnun.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?