Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
157. fundur 03. júní 2021 kl. 10:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Afnot af Svarta pakkhúsinu Flateyri - Hús og fólk - 2020090034

Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Pálsdóttir, forsvarsmenn Húsa og fólks óska eftir að koma á fund menningarmálanefndar vegna málefna Svarta pakkhússins á Flateyri. Jafnframt lögð fram gögn frá forsvarsmönnum um fyrirhugaða sýningu um skreið.

Á 156. fundi nefndarinnar, þann 23. mars 2021, kom Guðrún Pálsdóttir til fundarins þar sem málefni hússins voru rædd og möguleg framtíðarnotkun. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram með forsvarsmönnum Húsa og fólks.
Menningarmálanefnd felur starfsmanni að útbúa afnotasamning af Svarta Pakkahúsinu á Flateyri vegna sumarsins 2021 fyrir sýningu Húsa og fólks ehf. um skreið og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

Gestir

  • Jóhanna Kristjánsdóttir, forsvarsmaður Húsa og fólks - mæting: 10:00
  • Guðrún Pálsdóttir, forsvarsmaður Húsa og fólks - mæting: 10:00

2.Stefnumótun Safnahús 2021-2024 - 2021050084

Lögð fram til samþykktar stefna Bókasafnsins Ísafirði 2021-2024, en stefnumótunarvinna fór fram á fyrri hluta árs 2021.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stefnu Bókasafns Ísafjarðar.

Gestir

  • Edda B. Kristmundsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins Ísafirði - mæting: 10:20
  • Guðfinna Hreiðarsdóttir, forstöðumaður skjala- og ljósmyndasafns - mæting: 10:20

3.Safnahús Ísafirði - endurbætur og viðhald - 2020060037

Lögð fram ástandsskýrsla Guðfinnu Hreiðarsdóttur, forstöðumanns skjala- og ljósmyndasafns, frá maí 2021, vegna Safnahússins.
Menningarmálanefnd telur mikilvægt að hugað verði að endurbótum á Safnahúsinu, sérstaklega myglu- og rakavandamálum í kjallara.

Menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkt verði að áætlað verði fyrir ríflegum endurbótum á fjárhagsáætlun næsta árs, sérstaklega varðandi kjallara innanhúss, raka við norðurgafl, glugga að utanverðu og gler í gluggum.

Menningarmálanefnd leggur áherslu á að endurbótum verði lokið að fullu fyrir 100 ára afmæli hússins 17. júní 2025.

4.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022-2032, þar sem óskað er eftir tillögum frá menningarmálanefnd um verkefni og markmið í menningar-, safna- og ferðamannamálum á vegum sveitarfélagsins.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. maí 2021, vegna tillagna til nefndarinnar vegna framkvæmdaáætlunar.
Gestir mættu til fundarins og ræddu ýmsar hugmyndir og tillögur að menningar- og safnatengdum verkefnum fyrir framkvæmdaáætlun næstu tíu ára.

Nefndin fól starfmanni að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina á nýjan leik.

Gestir

  • Guðfinna Hreiðarsdóttir, forstöðumaður skjala- og ljósmyndsafns - mæting: 10:40
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða - mæting: 10:40
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 10:40
  • Edda B. Kristmundsdóttir, forstöðumaður Bókasafnsins Ísafirði - mæting: 10:40
  • Heimir G. Hansson, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála - mæting: 10:40

5.Húsnæði Minjasjóðs Önundarfjarðar - Hafnarstræti 3-5, Flateyri - 2021030080

Á 1146. fundi bæjarráðs, þann 22. mars 2021, var lagt fram erindi Bryndísar Sigurðardóttur, formanns stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar, dags. 17. mars 2021, þar sem viðruð er sú hugmynd að færa Ísafjarðarbæ að gjöf húsnæði Minjasjóðsins, Hafnarstræti 3-5 á Flateyri.

Bæjarráð óskaði eftir umsögn forstöðumanns Byggðasafn Vestfjarða um málið, en hún var lögð fyrir bæjarráð á 1147. fundi, þann 29. mars 2021, þar sem bæjarráð vísaði málinu til atvinnu- og menningarmálanefndar til umfjöllunar.

Er málið nú lagt fyrir menningarmálanefnd til umfjöllunar.
Menningarmálanefnd telur að á þessum tímapunkti hafi sveitarfélagið ekki fjárhagslegt bolmagn til að veita húsi Minjasafns Önundarfjarðar viðtöku.

Nefndin telur mikilvægt að leggja fremur áherslu á að veita fjármagni til uppbyggingar á þeim safnkosti sem sveitarfélagið á nú þegar.

6.17. júní hátíðahöld - 2019060003

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. maí 2021, vegna hátíðahalda 17. júní 2021. Jafnframt lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 27. maí 2021, vegna málsins.
Umræður um hátíðahöld á 17. júní 2021, svo og tillögur um ræðumann og fjallkonu ársins.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?