Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
250. fundur 20. febrúar 2024 kl. 12:00 - 12:42 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Matthildur Á Helgad. Jónudóttir varamaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lagður fram til samþykktar samningur við Van Der Kamp um dýpkunarvinnu við Sundabakka. Áætlað er að byrja á dýpkun í byrjun apríl og að hún taki 10 daga.
Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning Ísafjarðarbæjar og Vegagerðarinnar við Van Der Kamp um dýpkunarvinnu við Sundabakka að fjárhæð 146 m.kr.

Hafnarstjórn áréttar mikilvægi þess að dýpkun klárist fyrir sumarið 2024 til að koma í veg fyrir frekara tekjutap hafnarsjóðs.

2.Förgun Orra ÍS - 2023110195

Kynnt minnisblað hafnarstjóra, dags. 30. janúar 2024, þar sem teknar eru saman lokatölur um kostnað vegna förgunar Orra ÍS. Heildarkostnaður var 16.285.200 kr.
Lagt fram til kynningar.

3.Sumarviðburðasjóður - 2024020083

Lagt fram minnisblað skipulagshóps Vestfjarðastofu og Ísafjarðarbæjar, dags. 8. febrúar 2024, vegna sumarviðburðasjóðs sem til stendur að koma á fót.
Hafnarstjórn fagnar tilkomu sumarviðburðasjóðs og felur hafnarstjóra að útnefna fulltrúa í úthlutunarnefnd.

4.Kaup á húsnæði fyrir Ísafjarðarhöfn - 2023010240

Kynnt minnisblað hafnarstjóra, dags. 30. janúar 2024, þar sem kynnt er hugmynd um að hafnir Ísafjarðarbæjar kaupi húsnæði í hafnarhúsinu á Ísafirði, bil sem er í eigu Olíufélags útvegsmanna ehf., sem er við hliðina á aðstöðu aðalskrifstofu og húsnæðis hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Flotbryggja fyrir ferðamenn í Sundahöfn - 2024020095

Kynnt minnisblað hafnarstjóra, dags. 19. febrúar 2024, þar sem lagt er til að sett verði 50 metra löng flotbryggja sunnan við harðviðarbryggjuna á Sundabakka.
Mun bryggjan nýtast til að afgreiða farþega sem fara í skoðunarferðir og við það minnkar gangandi umferð meðfram Sundahöfninni. Einnig verður um 45 metra viðlegukantur sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum.
Einnig lagður fram uppdráttur sem sýnir mögulega útfærslu.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir um nýja flotbryggju og felur hafnarstjóra að ræða við ferðaþjóna sem starfa á svæðinu sem um ræðir.

6.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands; fundur 460, sem fram fór 15. janúar 2024.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:42.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?