Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
245. fundur 01. nóvember 2023 kl. 12:00 - 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson varamaður
  • Guðmundur Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Lögð fram uppfærð drög að framkvæmdaáætlun fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-2034.
Hafnarstjórn samþykkir uppfærð drög um framkvæmdaáætlun hafna Ísafjarðarbæjar 2024-2034 þar sem áætlun fyrir árið 2024 er lækkuð úr 410 m.kr. í 340 m.kr. og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Védís Geirsdóttir, aðalbókari - mæting: 12:00
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 12:00

2.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 - 2023040037

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar 2024.
Hafnarstjórn samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar 2024 og vísar þeim til umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun.

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Á 244 fundi hafnarstjórnar þann 3. október 2023, var lagt fram minnisblað Kjartans Elíassonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 29. september 2023, er varðar tillögu að breytingu á samgönguáætlun vegna aukins kostnaðar við lengingu Sundabakka.
Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar og er það nú lagt fram að nýju.
Hafnarstjórn telur ótækt að seinka verkinu Þingeyri: Endurbygging innri hafnargarðs, 1. áfangi, til 2027-2029 og að verkið Þingeyri: Löndunarkantur, endurbygging verði tekið út af samgönguáætlun.

Í stað þess leggur hafnarstjórn til að skoðaðar verði leiðir til að Þingeyri: Endurbygging innri hafnargarðs, 1. áfangi verði seinkað til 2025 og Þingeyri: Löndunarkantur, endurbygging verði seinkað í samræmi við það.

Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram með Vegagerðinni.

4.Suðurtangi 18 og 20, Ísafirði. Umsókn um afnot svæðis - 2023100113

Lögð fram umsókn Hampiðjunnar, dags. 23. október 2023, þar sem óskað er eftir tímabundnum afnotum af lóðum á Suðurtanga 18 og 20 vegna bráðabirgða vinnuaðstöðu við hringi fyrir fiskeldi.

Erindið var tekið fyrir á 618. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 26. október 2023, og óskaði nefndin eftir afstöðu hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að Hampiðjan fái tímabundin afnot af umbeðnum lóðum,
en leggur til að skilyrði verði sett um að leyfi fyrir afnotum falli úr gildi ef sótt er um lóð á svæðinu á tímabilinu.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?