Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
244. fundur 03. október 2023 kl. 12:00 - 12:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Védís Geirsdóttir, aðalbókari Ísafjarðarbæjar, mætir til fundar undir 1. fundarlið um gjaldskrá.

1.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar lögð fram til samþykktar.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024.

Gjaldskráin hækkar að jafnaði í samræmi við verðlagsþróun, eða um 6%, að undanskildum þeim liðum sem fylgja launaþróun, þar er hækkunin 8%.

Nýtt í gjaldskrá er meðal annars afbókunargjald fyrir skemmtiferðaskip, rafmagnstenglagjald fyrir 250 A og gjöld fyrir uppsetningu og leigu á landgangi.

Fellt er út gjald fyrir geymsluport á Suðurtanga sem lagt hefur verið niður og leigugjald fyrir kranalykil sem hefur verið ónotað um árabil.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2024.
Védís yfirgefur fund kl. 12:38.

Gestir

  • Vedís Geirsdóttir, aðalbókari Ísafjarðarbæjar - mæting: 12:00

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091

Lagður fram til samþykktar viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2023 vegna lífeyrisskuldbindinga hafnarsjóðs.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð kr. 4.700.000,- og hækkar því rekstrarafgangur í kr. 79.200.000.
Áhrif viðaukans á samantekinn A og B hluta er kr. 0- og lækkar því rekstrarafgangur og er óbreyttur í kr. 233.500.000,-
Lagður fram viðauki 12 við fjárhagsáætlun vegna lífeyrisskuldbindinga hafnarsjóðs.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram minnisblað Kjartans Elíassonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 29. september 2023, er varðar tillögu að breytingu á samgönguáætlun vegna aukins kostnaðar við lengingu Sundabakka.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

4.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram til kynningar fundargerð af 455. fundi stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. ágúst 2023.
Einnig lögð fram til kynningar fundargerð 456. fundar stjórnarinnar, dags. 19. september.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?