Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
243. fundur 13. september 2023 kl. 12:00 - 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Matthildur Á Helgad. Jónudóttir varamaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Edda María Hagalín, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, mætir til fundar undir 1. og 2. lið.

1.Hafnir Ísafjarðarbæjar - launaáætlun - 2023090029

Lögð fram til kynningar launaáætlun fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar 2024 og samanburður við 2023.
Launaáætlun lögð fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 12:00

2.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Drög að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun hafnarsjóðs 2024-2034 lögð fram til kynningar.
Kynnt drög að framkvæmda- og fjárfestingaáætlun hafnarstjóðs 2024-2034.
Edda María yfirgefur fund kl. 12:35.

3.EPI umhverfisstjórnunarkerfið - 2023080004

Á 242. fundi hafnarstjórnar sem haldinn var þann 9. ágúst 2023, var hafnarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um Environmental Port Index umhverfisstjórnunarkerfið og mögulegan kostnað við að taka upp kerfið hjá höfnum Ísafjarðarbæjar.
Er nú kynnt minnisblað hafnarstjóra, dags. 11. september 2023, um málið.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í að innleiða EPI kerfið hjá Ísafjarðarbæ en eins og stendur hafa hafnir reknar af sveitarfélögum ekki heimild samkvæmt hafnalögum til þess að leggja sérstakar álögur á mengandi skip.
Hafnarstjóra er falið að vinna málið áfram.

4.Skemmtiferðaskip - Farþegafjöldi - 2023030060

Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 12. september 2023, þar sem greint er frá helstu athugasemdum sem hafa borist sveitarfélaginu varðandi komur skemmtiferðaskipa.
Er minnisblaðið lagt fram í tengslum við fyrirhugaða stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi móttöku skemmtiferðaskipa.
Hafnarstjórn þakkar fyrir góðar og þarfar ábendingar.
Hafnarstjóra falið að nýta ábendingarnar við áframhaldandi vinnu við stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?