Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
242. fundur 09. ágúst 2023 kl. 12:00 - 12:26 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Guðmundur Ólafsson varamaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Sædís Ólöf Þórsdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.

1.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram bréf Sunnu Viðarsdóttur f.h. Vegagerðarinnar, dagsett 5. júlí 2023, vegna opnunar tilboða í raforkuvirki á Sundabakka. Sex tilboð bárust og leggur Vegagerðin til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Rafskaut ehf. á Ísafirði, en tilboð þeirra hljóðar upp á 49.164.458 kr.
Hafnarstjórn hefur gengið til samninga við Rafskaut ehf.

2.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Lagt fram erindi Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, ódagsett, vegna nýtingar efnis sem fellur til við framkvæmdir á grasvelli á Torfnesi, sem yfirlag á Suðurtanga. Um er að ræða 1800-2000 rúmmetra af mold, lífrænu efni og möl.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram með sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og leggja aftur fyrir nefndina.

3.Bryggjustæði við hafnir Ísafjarðarbæjar - 2023080003

Hafnarstjóri ræðir uppsögn á bryggjustæðum, þ.e. að segja upp sér stæðum sem hefur verið úthlutað munnlega í gegn um árin.

Hafnarstjórn samþykkir að umræddum bryggjustæðum verði sagt upp og ítrekar að hafnarstjóri og starfsmenn hafnarinnar stýri umferð og úthluti leguplássum við hafnir Ísafjarðarbæjar.

4.EPI umhverfisstjórnunarkerfið - 2023080004

Hafnarstjóri kynnir EPI umhverfisstjórnunarkerfið, eða Environmental port index.

Með því að nota EPI kerfið fær höfnin upplýsingar frá skipunum um hvað þau menga mikið þegar þau stoppa í höfn. Það er fjárhagslegt hvatakerfi til umhverfisvænni og sjálfbærari reksturs skemmtiferðaskipa. Ívilnun eða álögur fara þá eftir umhverfishegðun skemmtiferðaskipa. Det Norske Veritas heldur utan um og reiknar út umhverfiseinkunn og DNV mælir með því að styðjast við fyrirkomulag hafnarinnar í Stavanger. Með innleiðingu kerfisins hefur meðalaldur skipa í Noregi lækkað um 10 ár.

Hægt er að kynna sér málið nánar á heimasíðunni https://epiport.org/
Hafnarstjórn tekur jákvætt í innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis og felur hafnarstjóra að afla meiri uppýsinga um kerfið og mögulegan kostnað við að taka það upp, og leggja aftur fyrir nefndina.

5.Aðstaða fyrir ferðamenn - 2021070009

A 1242. fundi bæjarráðs, þann 30. maí 2023, var lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. maí 2023, vegna aðstöðu fyrir ferðamenn í Edinborgarhúsi.

Bæjarráð bókaði að það teldi að taka þurfi salernismál skemmtiskipafarþega fastari tökum með varanlegum lausnum.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að framkvæma verðfyrirspurn á samningi til millilangs tíma (3-5 ára) um aðgang og viðhald salerna í miðbæ og efri bæ fyrir skemmtiskipafarþega, auk þess að senda málið til afgreiðslu í hafnarstjórn.

Samhliða fól bæjarráð bæjarstjóra að hefja undirbúning að byggingu tveggja frístandandi almenningssalerniseininga í miðbæ og efri bæ, og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til afgreiðslu um skipulag og samþykkt framkvæmda.

Til skamms tíma samþykkir bæjarráð samning við Edinborgarhúsið á grunni minnisblaðs sviðsstjóra, fyrir árið 2023, og hefur viðauki við fjárhagsáætlun þegar verið samþykktur vegna þessa.

Hafnarstjóri kynnir leigu á salernisgámi fyrir skemmtiskipafarþega.
Leigður hefur verið einn gámur frá Terra sem er staðsettur við Landsbankaplanið, og er gámurinn leigður út september. Leigan er 5.307 kr á dag = 159.210 kr 30 dagar. vsk. Þá hefur verið samið við Svamp Sveinbjörns í Bolungarvík um þrif 1 x á dag 16.500 kr dagvinna / 20.500 kr helgi.
Hafnarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs um að þörf sé á varanlegum lausnum í salernismálum skemmtiskipafarþega og felur hafnarstjóra að vinna málið áfram með það að markmiði að þessi mál verði komin í góðan farveg vorið 2024.

6.Samkeppni um áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga - 2023070037

Á 1249. fundi bæjarráðs, þann 17. júlí 2023, var lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 14. júlí 2023, þar sem lagt er til að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Keppnin verði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 25. Óskað er umsagna menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar.

Bæjarráð tók vel í hugmynd um að haldin verði samkeppni um hugmyndir og hönnun að áningarstað á enda fyrirstöðugarðs við Norðurtanga. Samkeppnin yrði haldin öðru hvoru megin við áramótin og gert ráð fyrir keppninni og framkvæmdum í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2024 og 2025.

Bæjarráð vísaði tillögunni til umsagnar menningarmálanefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar og hafnarstjórnar. Í kjölfar þess myndi bæjarstjóri útfæra hugmyndasamkeppni og leggja fram áætlun um kostnað, forsendur, tímasetningar og önnur skipulagsatriði fyrir bæjarráð.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið.

7.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram til kynningar fundargerð 454. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 13. júní 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:26.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?