Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
226. fundur 01. nóvember 2021 kl. 12:00 - 12:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram til kynningar uppfærð framkvæmdaáætlun hafna Ísafjarðarbæjar 2022, dagsett 26. október 2021.
Hafnarstjórn samþykkir framkvæmdaáætlun hafna Ísafjarðarbæjar 2022 og vísar málinu til bæjarstjórnar til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar.

2.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurskoðaða gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna að frekari breytingum á gjaldskrá hafna til framtíðar.

3.Endurnýjun dráttarbáts fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar - 2021020041

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dagsett 29. október 2021, um forkönnun á kaupum á dráttarbát fyrir Hafnir Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið og leggur til við hafnarstjóra að finna því stað í fjárhagsáætlun ársins 2022.

4.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis - 2019060026

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dagsett 29. október 2021, um fyrirhugaða dýpkun í Sundahöfn, og yfirlitsmynd Vegagerðarinnar af dýpkunarsvæði, dagsett í nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

5.Rafmagnsinnviðir í höfnum - 2021100101

Lagður fram tölvupóstur Dagnýjar Hauksdóttur f.h. Bláma, dagsettur 22. október 2021, með fyrirspurnum um rafmagnsinnviði í höfnum Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að svara erindinu.

6.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Lögð fram til kynningar fundargerð 438. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 15. október 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?