Hafnarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
211. fundur 27. apríl 2020 kl. 12:00 - 13:27 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson formaður
  • Anna Ragnheiður Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Gísladóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Högni Gunnar Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur M Kristjánsson hafnarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Skipulagsmál á Sundabakkasvæðinu - 2017050124

Gunnar Páll Eydal, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá Verkís hf., mætir til fundar til að kynna samantekt um skipulag hafnarsvæða á Ísafirði.
Gunnar Páll mætti til fundar og kynnti samantekt um skipulag hafnarsvæða á Ísafirði.

Farið var yfir næstu skref hafnarstjórnar.
Gunnar Páll yfirgefur fundinn kl. 12:26.

Gestir

  • Gunnar Páll Eydal - mæting: 12:00
  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 12:00

2.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagt fram til kynningar minnisblað hafnarstjóra, Guðmundar M. Kristjánssonar, dags. 22. apríl sl. er varðar lengingu Sundabakka.
Hafnarstjóri fer yfir stöðuna um að fyrirætlanir um framkvæmdir haldist óbreyttar.

3.Kórónaveiran COVID-19 - 2020030054

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 24. apríl sl., er varðar samdrátt í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar vegna Covid-19.
Hafnarstjóri kynnir stöðuna.

4.Nordic Innovation - Sjálfbær móttaka skemmtiferðaskipa - 2019050056

Lögð fram til kynningar verkefnalýsing frá Nordic Innovation vegna verkefnis um sjálfbæra móttöku skemmtiferðaskipa, Innovative solutions for sustainable tourism in Nordic harbor towns.
Tinna Ólafsdóttir, fulltrúi Ísafjarðarbæjar í verkefni Nordic Innovation, kynnir stöðu verkefnisins.

5.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Umsókn Jóns Grétars Magnússonar, f.h. Arctic Protein ehf., um lóð við Hafnarstræti, hafnarsvæðinu á Þingeyri, undir meltubirgðatank sem er safnað úr laxeldiskvíum.
Til vara er sótt um á geymslusvæði við Sjávargötu 4. Bæði svæðin eru á hafnarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Fylgigögn eru umsókn í tölvupósti dags 6. apríl 2020 og skýringaruppdrættir dags. 5. apríl 2020.
Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, fer yfir umsóknina m.t.t. skipulags á Þingeyri.

Umræður fóru fram um þriðja valkost staðsetningar sem er á uppfyllingu norðan löndunarkants.

Hafnarstjórn vísar umsókninni aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar og íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til umsagnar.
Axel yfirgefur fundinn kl. 13:06.

6.Láganes - Aurora Arktika - beiðni vegna hafnargjalda 2020 - 2020040031

Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Jónssonar, f.h. Láganess ehf. (Aurora Arktika), dags. 7. apríl sl., er varðar beiðni um frestun eða afslátt af hafnargjöldum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Hafnarstjórn vísar beiðninni til bæjarráðs og óskar eftir tillögum um með hvaða hætti er hægt að koma til móts við ferðaþjónustufyrirtæki á höfninni.

7.Endurbætur á Flateyrarhöfn - 2020040034

Lögð fram til kynningar kostnaðaráætlun Tækniþjónustu Vestfjarða á viðgerðum og endurbótum á mannvirkjum á Flateyrarhöfn í kjölfar snjóflóðsins sem féll á höfnina 14. janúar sl.
Kostnaðaráætlun lögð fram til kynningar.

Hafnarstjóri fer yfir stöðu framkvæmda.

8.Hafnir Ísafjarðarbæjar - ýmis mál 2019-2020 - strandsvæðisskipulag á Vestfjörðum - 2019050049

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Esterar Önnu Ármannsdóttur, f.h. svæðisráðs Skipulagsstofnunar um gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum, dags. 22. apríl sl., þar sem boðað er til kynningarfundar um lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum þann 12. maí nk.
Fundarboð lagt fram til kynningar.

9.Siglingaráð - fundargerðir - 2019050049

Lögð fram til kynningar fundargerð 22. fundar Siglingaráðs sem fram fór 6. febrúar sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2019-2020 - 2019030067

Lögð fram til kynningar fundargerð 421. fundar Hafnasambands Íslands sem fram fór 20. mars sl.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:27.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?