Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
402. fundur 11. mars 2019 kl. 08:10 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Fundinn sat einnig Sveinfríður Olga Veturliðadóttir skólastjóri GÍ.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Skóladagatöl 2019-2020 - 2019030033

Lögð fram skóladagatöl frá grunnskólanum á Ísafirði og grunnskólanum á Suðureyri fyrir skólaárið 2019-2020
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.

3.Grunnskóli Ísafjarðar - rannsókn á myglusveppum - 2019030008

Kynnt vinnuskjal sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, Margrétar Halldórsdóttur, dags. 8. mars sl., þar sem farið er yfir fyrstu viðbrögð og aðgerðir þegar upp kom mygla í Grunnskólanum á Ísafirði.
Kynntar voru aðgerðir og staða mála. Nefndin þakkar vönduð og fumlaus vinnubrögð.

4.stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgjörð þeirra og þjónustu - 2019030032

Lagt fram kynningarbréf frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra um stefnumótun í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgjörð þeirra og þjónustu.
Lagt fram til kynningar.

5.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Kynntar niðurstöður frá nemendaþingi sem haldið var í Ísafjarðarbæ 10. janúar 2019.
Farið yfir niðurstöður nemendaþings og sviðsstjóra falið að vinna áfram í samræmi við umræður á fundinum.

6.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla skólaárið 2018-2019 - 2018090057

Lögð fram starfsáætlun leikskólans Laufáss á Þingeyri, fyrir skólaárið 2018-2019
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?