Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
377. fundur 23. febrúar 2017 kl. 08:05 - 08:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Fundinn sátu undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda, Bryndís Birgisdóttir, fulltrúi kennara og Sveinbjörn Magnason sem fulltrúi foreldra grunnskólabarna . Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Gunnarsdóttir sem fulltrúi starfsfólks.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu mála.

2.Bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum til sveitarstjórnarmanna. - 2017020098

Lagður fram tölvupóstur frá Dagrúnu Hjartardóttur, starfandi formanni félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dagsettur 9. febrúar sl., þar sem KÍ gerir athugasemdir við yfirlýsingu, sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér 22. desember sl.um stöðuna í kjaraviðræðum þeirra við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Fræðslunefnd þakkar Dagrúnu fyrir bréfið og lýsir jafnframt ánægju sinni yfir að samningar hafi náðst.

3.Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017 - hvatning til sveitarfélaga og skóla - 2017020044

Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 7. febrúar sl. þar sem kynnt er Íslandsmót iðn- og verkgreina 2017. Á mótinu gefst grunnskólanemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttu framboði iðn- og verknáms á framhaldsskólastigi, sjá nemendur á viðkomandi námssviðum spreyta sig á ólíkum verkefnum auk þess að fá sjálfir að reyna sig við ýmsar verklegar æfingar.
Verkiðn sér um skipulagningu og framkvæmd viðburðarins í samstarfi við fagfélög iðn- og verkgreina og framhaldsskóla og býður sveitarfélögum og skólum styrki til þess að koma nemendum á staðinn með rútum.
Bæjarráð vísaði erindinu til fræðslunefndar á 963. fundi sínum 13. febrúar sl.
Fræðslunefnd þakkar fyrir kynninguna.

4.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

Lögð fram drög að skipulagi við endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Skipaður verður stýrihópur og stefnt að verklokum fyrir árslok 2017.

Fundi slitið - kl. 08:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?