Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
366. fundur 07. apríl 2016 kl. 08:10 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi.
Dagskrá
Fundinn sátu undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Árný Herbertsdóttir sem fulltrúi kennara. Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda og Bryndís Jónsdóttir, fulltrúi foreldra. Bryndís Birgisdóttir boðaði forföll.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skýrsla tónlistarskóla - 2014080026

Lögð fram drög að uppbyggingu ársskýrslu tónlistarskóla.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margrét Gunnarsdóttir Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar . Ingunn Ósk Sturludóttir Tónlistaskóla Ísafjarðar sá sér ekki fært að mæta.

3.Stillum saman strengi - 2014110015

Lagðar fram niðurstöður úr lesskilningshluta samræmdu prófanna.
Fræðslunefnd þakkar gagnlegar upplýsingar, sem nýtast munu í áframhaldandi vinnu.

4.Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015

Lagt fram fréttabréf Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf.

5.Skóladagatal 2016-2017 - 2016040002

Lagt fram skóladagatal frá Grunnskólanum á Ísafirði fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatalið.

6.Skóladagatal 2016-2017 - 2016030044

Lagt fram skóladagatöl leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls fyrir skólaárið 2016-2017.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatölin.

7.Bakkaskjól 2016 - 2016040001

Lagt fram minnisblað frá Brynjari Þór Jónassyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, þar sem farið er yfir ástand leikskólans Bakkaskjóls.
Lagt fram til kynningar.

8.Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar - 2013010070

Formaður fræðslunefndar greinir frá stöðu mála.
Staða mála kynnt. Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að halda áfram að vinna í málinu.

9.Mismunandi rekstrarform leikskóla - 2016030039

Helga Björk Jóhannsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg, kynnir meistararitgerð sína ,,Mismunandi rekstrarform leikskóla"
Fræðslunefnd þakkar Helgu Björk áhugaverða og fróðlega kynningu.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, yfirgaf fundinn kl. 9:00.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?