Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
351. fundur 18. desember 2014 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, og Edda Graichen, fulltrúi kennara. Árný Herbertsdóttir, fulltrúi kennara, boðaði forföll.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, og Bryndí

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Ýmis erindi 2014 - 2014020049

Lagt fram bréf, dagsett 25. nóvember 2014, frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinum, þar sem sagt er frá því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja sveitarfélög og aðra rekstraraðila grunnskóla í landinu til að taka upp námsupplýsingakerfi er styður við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár í grunnskólum landisins og áherslur er fram koma í Hvítbók um umbætur í menntun.
Lagt fram til kynningar.

3.Tölvukaup - 2013100038

Lögð fram greinargerð frá Ragnari Þór Péturssyni hjá Skema um stöðu og framhald á vinnu hans fyrir grunnskólana í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

4.Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 - 2014090072

Lögð fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með framsækin og falleg fréttabréf.

5.Stillum saman strengi - 2014110015

Lagt fram minnisblað, dagsett 12. desember 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem farið er yfir hvað hefur verið gert í leikskólum Ísafjarðarbæjar í verkefninu Stillum saman strengi.
Lagt fram til kynningar.

6.Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 - 2014120028

Lagt fram minnisblað, dagsett 16. desember 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa þar sem óskað er eftir afstöðu fræðslunefndar til dagsetninga á sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar sumarið 2015.
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?