Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
460. fundur 23. nóvember 2023 kl. 08:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Verkefnalisti lagður fram til kynningar.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

2.Málefni leikskóla 2023 - 2023090036

Á 1255. fundi bæjarráðs, þann 18. september 2023, var mál þetta um málefni leikskóla tekið fyrir að beiðni fulltrúa í bæjarráði, en fræðslunefnd tók það fyrir á 456. fundi sínum, þann 14. september 2023, þar sem fræðslunefnd lagði til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð aftur á móti lagði til við fræðslunefnd að taka málið aftur fyrir og leggja fyrir bæjarstjórn frekari upplýsingar og gögn um tillöguna; markmið starfshópsins, skipan hans og verkefni.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem skoðar skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

3.Ábending til sveitarfélaga vegna breytinga á fyrirkomulagi leikskóla - 2023110093

Lagt fram bréf Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dagsett 10. nóvember 2023, með ábendingu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða við stefnumótun og ákvarðanatöku í breytingum á fyrirkomulagi leikskóla. Bæjarráð tók málið fyrir á 1263. fundi sínum, þann 20. nóvember 2023, og vísaði erindinu til afgreiðslu í fræðslunefnd.
Lagt fram til kynningar og horft verður til þessarar ábendingar í vinnu starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

4.Sameining fræðslunefndar og íþrótta- og tómstundanefndar - 2023110108

Lagt fram minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 17. nóvember 2023 þar sem lagt er til að sameina fræðaslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Jafnframt er gerð tillaga um að sameinuð nefnd muni heita skóla- og tómstundanefnd. Á 1263. fundi bæjarráðs, þann 2023, var málinu vísað til umsagnar í fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
Fræðslunefnd tekur vel í sameiningu nefnda og leggur til að íþróttir komi inn í nafn nýrrar nefndar.

5.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lagt fram til kynningar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 16. nóvember 2023, vegna stöðunnar á samningaviðræðum við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?