Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
452. fundur 27. apríl 2023 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður boðaði fjarveru og varamaður hennar líka.

Jóhannes Aðalbjörnsson áheyrnarfulltrúi kennara í grunnskólum og Kristbjörg Sunna Reynisdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjórnenda í grunnskólum sátu fundinn í gegnum Teams.

Finney Rakel Árnadóttir, formaður fræðslunefndar, leggur til að mál 2013120025 um Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla verði tekið á dagskrá fræðslunefndar með afbrigðum.
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 6. liður á dagskrá.

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.
Verkefnalisti lagður fram til kynningar.

2.Grunnskólinn á Suðureyri áhugasviðsverkefnið föstudags og þriðjudagsfjör. - 2023040091

Kynning frá þeim Bryndísi Birgisdóttur, Eddu Björk Magnúsdóttur og Ólöfu Birnu Jensen kennurum í grunnskólanum á Suðureyri, um áhugasviðsverkefnið föstudags- og þriðjudagsfjör. En verkefnið var í topp 20 að mati dómnefndar um tilnefningu Utís, um besta skólaþróunarverkefni á landinu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi fyrir seríu 2 af Ferðalagi um íslenskt skólakerfi sem sýnt verður á Utís Online 2024. Utís Online er menntaviðburður á netinu fyrir kennara, stjórnendur og starfsmenn á öllum skólastigum.
Fræðslunefnd þakkar Bryndísi, Eddu Björk og Ólöfu Birnu fyrir komuna og fyrir áhugaverða kynningu.

3.Skóladagatal Grunnskóla í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2023-2024 - 2023030149

Lagt fram skóladagatal fyrir Grunnskólann á Ísafirði og Grunnskólann á Suðureyri fyrir skólaárið 2023-2024
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.

4.Skóladagatal leikskóla Ísafjarðarbæjar skólaárið 2023-2024 - 2023030106

Lagt fram skóladagatal fyrir leikskólann Sólborg á Ísafirði og leikskólann Tanga Ísafirði fyrir skólaárið 2023-2024.
Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.

5.Hinsegin fræðsla í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Erindi frá Hagsmunasamtökum Samkynhneigðra til fræðslunefndar. - 2023040090

Lagt fram til kynningar bréf til fræðslunefndar dagsett 11. apríl 2023, frá Eldi Ísidór formanni hagsmunasamtaka Samkynhneigðra, sem eru ný samtök sem sinna hagsmunagæslu fyrir samkynhneigða á Íslandi.
Fræðslunefnd þakkar erindið en leggur áherslu á að sveitafélagið er ánægt með þá fræðslu sem hefur verið í boði frá Samtökunum 78 til grunnskóla í sveitafélaginu og mun áfram leita til þeirra hvað varðar málefni hinsegins fólks.

6.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Kynntur þjónustusamningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?