Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
342. fundur 05. mars 2014 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Edda Graichen, fulltrúi kennara, og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, boðaði forföll og mætti Snorri Sturluson í hennar stað.

1.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015

Lögð fram sjálfsmatsskýrsla frá Grunnskólanum á Suðureyri fyrir skólaárið 2013-2014, í skýrslunni er lögð áhersla á stjórnun og notkun búnaðar og námsumhverfis.
Lagt fram til kynningar.

2.Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014 - 2013090015

Lögð fram bráðabirgðaskýrsla frá Grunnskólanum á Ísafirði um nám og námsárangur. Skýrslan er byggð á þriggja ára niðurstöðum samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði. Skoðað er hlutfall framfara, raðeinkunnir og frávik frá landsmeðaltali.
Lagt fram til kynningar.

3.Fréttabréf grunnskóla 2013 - 2013020004

Lagr fram fréttabréf febrúarmánaðar frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Niðurstöður PISA - 2014030005

Lögð fram skýrsla með helstu niðurstöðum PISA 2012, þar sem sjónum er beint að læsi nemenda á stærðfræði og náttúrufræði og lesskilning. Einnig eru lagðar fram niðurstöður nemenda Ísafjarðarbæjar í PISA 2012 bornar saman við Vestfirði og Ísland í heild.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum Skóla- og tómstundasviðs að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja síðan málið aftur fyrir fræðslunefnd.

5.Þriggja ára áætlun og fimm ára framkvæmdaáætlun - 2014020113

Rædd 5 ára áætlun í skólum sveitarfélagsins hvað varðar viðhald, fjárfestingar og þróun stöðugilda.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla - og tómstundasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja síðan málið aftur fyrir fræðslunefnd.
Önnur mál:
6. 2014-01-0034 Lögð fram ályktun frá kennurum Grunnskólans á Ísafirði þar sem þau telja tölvumál skólans óviðundandi og ekki ítakt við það sem nútíma kennsluhættir krefjast.
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs upplýsti að hún og bæjarstjóri hafi farið á starfsmannafund og þessi mál ver

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?