Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
338. fundur 20. nóvember 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Benedikt Bjarnason aðalmaður
  • Hólmfríður Vala Svavarsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Íris Hreinsdóttir varamaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Elfar Reynisson og Edda Graichen, fulltrúar kennara. Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra, mætti ekki og enginn í hennar stað.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Sif Huld Albert

1.Ósk um breytingar á skóladagatali. - 2013040029

Lagt fram bréf dagsett 15. október 2013, frá Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, þar sem hún óskar eftir að fá að breyta skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014. Meðfylgjandi er skóladagatalið sem sýnir breytinguna.
Fræðslunefnd samþykkir breytinguna.

2.Fréttabréf grunnskóla 2013 - 2013020004

Lagt fram til kynningar fréttabréf októbermánaðar frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsandi fréttabréf.

3.Umsókn um styrk vegna heimsóknar erlendra gesta - 2013110021

Lagt fram bréf dagsett 4. nóvember 2013, frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, Herdísi Hubner og Monicu Machintosh kennurum í Grunnskólanum á Ísafirði, þar sem óskað er eftir styrk vegna Comeníusarverkefnis sem skólinn er að taka þátt í ásamt fimm öðrum löndum og á styrkurinn að vera til að mæta ýmsum kostnaði við móttöku á hópi fólks frá þátttökulöndunum.
Fræðslunefnd tekur vel í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum.

4.Ársskýrslur 2012-2013 - 2013110035

Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Eyrarskjóls, Sólborgar, Laufáss, Grænagarðs og Tjarnarbæjar fyrir árið 2012-2013.
Lagt fram til kynningar.

5.Opnunartími Eyrarskjóls - 2011110052

Lagt fram minnisblað dagsett 14. nóvember 2013 frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem farið er yfir að lítil eftirspurn er eftir vistun á leikskólanum Eyrarskjóli til kl. 17 og því þurfi að endurskoða opnunartímann og stytta hann annaðhvort til kl. 16.15 eða kl. 16.30.
Fræðslunefnd samþykkir að leikskólinn Eyrarskjól loki kl. 16.30 frá og með 1. janúar 2014.

6.Ferð til Póllands - 2013110036

Lögð fram skýrsla frá leikskólunum Grænagarði, Laufási og Tjarnarbæ þar sem sagt er frá menningarferð sem starfsfólk skólanna fór í til Póllands 13.-17. júní 2013
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál:
7. Benedikt Bjarnason spurðist fyrir um fjölda starfsdaga og starfsmannafunda í leikskólum Ísafjarðarbæjar og samræmingu á þeim dögum á milli leikskóla og grunnskóla. Starfsmenn skýrðu frá því hver fjöldinn er og hvernig samræmingu er háttað.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?